Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1975, Blaðsíða 15

Dýraverndarinn - 01.10.1975, Blaðsíða 15
Þú skalt ekki gefa honum ein- tó?nan fisk. Gefðu honum hrátt kjöt, hvalkjöt, eða annað kjöt. Þú getur brytjað það smátt til að byrja nieð, á meðan hann er að venjast því. Oll þessi ráð sem ég hef gefið þér ?iú eiga að vera nijög góð fyrir háralagið. Kæri Dýraverndari! Hvar get ég fengið serafinku (karlfugl)? Ég keypti mér nefnilega sebrafinkupar í fyrrasumar, en svo dó karlfuglinn skömmu á eftir. Þannig að nú situr kerlingargreyið ein eftir í búrinu sínu. Ég hef reynt að fá karlfugl keypt- an í Gullfiskabúðinni og hjá Helga Helgasyni, en hann var á hvorug- um staðnum til. Hvert get ég snúið tnér? Er nokkur annar staður sem ég get fengið sebrafinku? Drífa Leonsdóttir, Sundstræti 23, ísafirði. S v ar: Ktcra Drífa. Bestu þakkir fyrir bréfið. Því miður veit ég ekki hvert þú getur snúið þér í leit að sebrafinku- karli. En í von um að einhver lesandi Dýraverndarans geti hjálpað þér, set ég nafnið þitt í blaðið. það er skömm að þessu Hversvegna er þessi stúlka grát- andi? Af því að hvolpurinn sem hún faðmar að sér verður „svæfð- dýraverndarinn ur" eftir nokkrar mínútur. Það er ekki af því að hann er ekki góður. Hann er einstaklega vinalegur. Það er ekki af því að hann er veikur. Hann er fullkomlega heilbrigður frá trýni og aftur á rófubrodd. En af hverju verður hann að deyjaP Af því að hann er „óvilja- barn". Hann er dýr án heimilis og það er ekki hægt að finna handa honum heimili - nokkurn tíma. Sorglegt en satt. Það eru e:n- faldlega fleiri gæludýr en heimili. Fimm af hverjum sex kettlingum og hvolpum fæðast til þess eins að deyja á einn eða annan hræðilegan hátt. En hvert er svarið? Hver er lausnin? Það er að halda frjósemi tíkanna og læðanna í skefjum. Og hvernig? Með því að fá sprautur eða pillur hjá dýralækni, eða biðja hann að gera á þeim ófrjósemis- aðgerð. Hjálpið okkur að útskýra það fyrir þeim er eiga tík eða læðu hve nauðsynlegt það sé að dýrið sé ekki ætíð að eignast afkvæmi sem svo er komið út um hvippinn og hvapp- inn, og enginn veit hvað um það verður. Samband dýraverndunarfélaga íslands. Kæri Dýraverndari. Ég á 1 og 14 árs gamla læðu og gef henni pilluna svo hún breimi ekki, samt er hún alltaf að eltast við fressketti og lætur eins og hún sé breima. Getur hún orðið kettl- ingafull? (Ég gef henni alltaf pill- una á réttum tíma.) Hvernig yrði hún ef ég léti sprauta hana? Er það 15

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.