Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1975, Blaðsíða 21

Dýraverndarinn - 01.10.1975, Blaðsíða 21
urðu að hafa vit fyrir okkur. Það er því gott til þess að vita, að okk- ur fer fram, eins og sjá má af þeirri umhyggju, sem við berum fyrir bíl- unum, arftaka hestsins. (Tíminn HHJ). SIGU í VATTARNESSKRIÐUR EFTIR FÉ í SVELTI í Vattarnesskriðunum yzt í Fá- skrúðsfirði hefur verið talsvert um það á undanförnum árum, að fé hefur lent í sjálfheldu í klettabelt- um þar og hafa bændur venjulega gripið til þess ráðs að skjóta féð þarna niður. Björgunarsveitin Geisli á Fá- skrúðsfirði ræddi það á fundum sínum s.l. vetur að fá heimild hjá bændurn til að síga eftir þessu fé hæði til að bjarga fénu og hafa um leið æfingar fyrir sveitina í kletta- heltum. - Bændur á þessu svæði tóku þessu vel og s.l. þriðjudag kom fyrsta tækifærið. 6 björgunar- sveitarmenn úr Geisla fóru þá og S1gu eftir tveimur fullorðnum hrút- Urn , tveimur ám og tveimur lömb- urn. Mjög erfitt var að síga eftir hrútunum og urðu þrír að fara uiður. Auðveldlegar gekk með hitt féð. Björgunarsveitarmenn héldu síð- an með féð til byggða og afhentu eigendum, sem að vonum urðu glaðir að heimta fé sitt. Samdist svo um milli björgunarsveitar- 'nanna og bænda, að björgunar- sveitin skyldi hafa í laun andvirði larnbanna þegar að slátrun kæmi °g mun björgunarsveitin nota slíka björgunarpeninga til áfram- haldandi uppbyggingar á starfi S1nu, tækjakaupa og annars sem t>arf til rekstursins. í þessum leiðangri voru formað- Ur sveitarinnar, Bjarni Björnsson, V dvraverndakinn Helgi Guðmundsson, Guðmundur Hallgrímson, Guðni Kristinsson, Erlendur Jóhannesson og Sævar Sigurðsson. Látið sprauta kettina. Annað aðkallandi mál er að fólk láti sprauta læður sínar hjá dýra- læknum, til að koma í veg fyrir að þærf séu sífellt kettlingafullar. Fólk sem á fressketti ætti að sýna þá skynsemi að láta gelda þá. Geltur fressköttur fer ekki á flakk, lyktar ekki, heldur áfram að leika sér og hættir því ekki eins og ógelti kött- urinn og lifir sig algerlega inn í fjölskyldulífið á heimilinu. Þá þyrftu kattareigendur að sinna því af meiri mannúð og fyrr en oft er, að láta svæfa nýgotna kettlinga og það sem fyrst eftir að þeir koma í heiminn, ef ekki er ætlunin að láta þá lifa. Og ef þeir eru látnir lifa, því þá ekki að selja þá? Fiskar, fuglar ,hamstrar og fleiri dýr eru seld og því ekki líka kettlingar. Ég er viss um að fólk færi betur með dýrið, ef það þyrfti að borga fyrir það. Ég vil jafnvel ganga svo langt að leggja til að kattareigendur verði skattlagðir ,svipað og gert er gagnvart hundaeigendum, þar sem hundihald er leyft. Morgunbl., sept. 1975. Albert. STAÐA KATTARINS í ÞÉTTBÝLINU Þóra Stefánsdóttir skrifar: „Ég undirrituð get ekki lengur látið hjá líða að taka mér penna í hönd og tjá mig örlítið um stöðu kattarins í þéttbýlinu. Nær því daglega má lesa í smáauglýsingum blaða að kettlingar fáist gefnir. Veit fólk í raun og veru hvað það er að gera með þessu? Við hjá Dýraverndunarfélagi Reykjavíkur verðum oft og iðulega vör við sorglegar afleiðingar slíkra auglýsinga. Kona ein tilkynnti okkur hátíðlega að hún passaði alltaf upp á að gefa kettlinga að- eins á góð heimili og hljóp til og tók tvo aftur, því að konan sem hafði fengið þá var haldin kvala- losta. Kona nokkur hitti börn í miðbænum með lítinn kettling og höfðu fengið fyrirmæli um að fara svo langt með hann að hann rataði ekki heim aftur og skilja hann síð- an eftir. Mörg dæmi eru um að börn komi skv. auglýsingu og sverji og sárt við leggi að þau hafi leyfi for- eldra til að fá kettling. Síðan koma þau heim með dýrið og hafa treyst á undirtektir foreldra, sem reynast síðan á aðra lund. Þau eru send með dýrið út á götu, þar sem það gengur á milli krakka og endar á götunni, jafnvel með þeim orðum: Staka Höf. sá tvo menn ganga með skotvopn á gæsaveiðar. Annars skýrir vísan sig sjálf. Ols við skálar eins og fyr; út um nes og tanga fóru á veiðar fýrarnir á föstudaginn langa. Auðunn Bragi Sveinsson. 21

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.