Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1975, Blaðsíða 23

Dýraverndarinn - 01.10.1975, Blaðsíða 23
Yngstu lesendurnir Krían. Krían er svo algengur fugl hér, hvar sem er á landinu, að það er ótrúlegt, að til sé svo ófróð mann- vera með fullu viti, sem eigi beri kennsl á „hinn gargandi fugl krí- una". Krían segir ætíð til nafns síns, hvar sem hún fer, svo að ekki er um að villast, því að hún er ein- hver hinn skemmtilegasti skap- vargur, sem til er í fuglaríki okk- ar. Hún er einnig hin ásjálegasta að lit og vaxtarlagi, — hvítgrá og hvít á lit, með langa og mjóa vængi og ennþá lengra, klofið stél, með svarta kollhettu á höfði, sem nær framan frá nefrótum aftur á hnakk- ann, niður undir háls. Nef og fæt- ur eru hárauðir. Kroppurinn er svo lítill (þyngd um 110 g), að mönn- um hefur orðið að orði, að krían væri lítið annað en fiðrið og vargs- hátturinn. En hún er þó bæði fall- egur og frekar skemmtilegur fið- urhnoðri, þrátt fyrir það að eigi verði um hana sagt, að hún sé radd- fögur. Krían er með flugfimustu fugl- um, sem hér getur, iðandi af fjöri °g ærslum, og flestum mönnum finnst tómlegra á eftir, þegar krían héðan að liðnu sumri. Krían er 1 rauninni hánorrænn fugl. Hún á sumarheimkynni norður um öll norðurheimskautslöndin, næstum e*ns langt norður og menn hafa komizt lengst. Krían er alls staðar farfugl, og Yin er gríðarlega langförul. Það er Sannað, að hennar hafi orðið vart, DÝRAVERNDAKINN þegar vetur er hér norðurfrá, sunn- arlega við Chile-strendur og við suðurodda Afríku og austur við Nýja-Sjáland. Þá hafa margir það fyrir satt, að hún sé algeng í Suður- íshafinu ,suður af ströndum meg- inlandanna þar. Krían er félagslynd, þær eru því nær ætíð fleiri saman, hvar sem hún er eða fer. Hún verpir helzt í þéttum vörpum, þar sem skilyrði eru til þess, t. d. nóg æti, nærtækt handa ungunum og öryggi fyrir vargi. En bezta öryggið er henni félagslyndið, og það er ekki heigl- um hent að fara að henni, þar sem hún er í þéttum vörpum. Hún held- ur og sínum hlut fyrir flestum varg- fugli, meðan hún liggur á eggjun- um, en henni gengur oft verr að gæta unganna. En þá er líka oftast nær fastara sótt á, því að flestum óvinum hennar þykja ungarnir betri til átu en eggin. Krían er ekki sérstaklega vand- fýsin með varpstaði, ef þeir eru að- eins nálægt sjó eða vötnum, við ár eða lón. Helzt er hún þó við árósa, í óshólmum, á töngum og annesj- um við sjó og vötn. Varptími krí- unnar hefst sjaldan fyrr en í júní- byrjun. Krían verpir 2-3 eggjum og fer það bæði eftir árferði og aldri. Utungunartíminn er um 3 vikur (tæpar þó), og hjálpast bæði hjónin við það starf og við uppeldi unganna. Ungarnir fara úr hreiðr- unum, áður en þeir eru vel þurrir, og eru slungnir í því að dyljast í grasi eða mosa eða á milli steina, því að þeir eru fyrst nær einlitir, mógrádrröfnóttir og mjög samlitir flestu umhverfi. Þeir eru mjög við- kvæmir gegn kulda og bleytu fram- an af og farast því unnvörpum, ef tíð er stirð og köld. Er það yfirleitt sjaldgæft, ef kríuhjónum tekst að koma fleiri en einum unga á legg. 23

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.