Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1975, Blaðsíða 24

Dýraverndarinn - 01.10.1975, Blaðsíða 24
leg lög. Hann spurði einu sinni Jónas Helgason tónskáld, hvort hann vildi ekki reyna að skrifa nót- urnar, sem fuglarnir fylgdu þegar þeir syngju sem fallegast. Jónas hló að þessari spurningu, en sagði samt: „Reyna mætti það, og ekki er því að neita að eftir einhverjum reglum virðast þeir syngja." Felumynd Hænan þarna á myndinni er að sýna ungunum sínum, hvernig heimurinn lítur út. Hún segir þeim einnig, að þeir skuli vara sig á kettinum, tófunni og fálkanum. Ungarnir líta í allar áttir, en geta ekki komið auga á neinn af þess- um óvinum. Getið þið hjálpað ungunum til þess að finna kött, tófu og fálka á þessari mynd? Þessi dýr fela sig vel. Það gæti jafnvel verið, að það sæjust aðeins haus- arnir á þeim. Ekki er vitað hvort hann hefur nokkurn tíma reynt að skrifa nót- urnar í lögum fuglanna. Gcetu söngkennarar skrifað fugla- söng á nótnablað? „Fuglarnir eru fallegustu verur, er drottinn hefur skapað," sagði maður, sem hét William Jenning Bryan. „Fuglasöngur er fegurri en söng- ur sjálfra englanna," sagði maður, sem hét Luther Burbank. „Sá, sem hefur skemmtun af því að særa og drepa fugla, hann er annaðhvort grimmur óþokki eða hugsunarlaus bjálfi," sagði enn annar maður, sem hét Robert Ing- ersoll. Það er satt, að fuglarnir eru fall- egir. Sumir fuglar eru skreyttir svo glæsilegum litum að ekkert jafnast á við þá, nema ef til vill blómin. Sumir þeirra syngja svo vel og un- aðslega, að mennirnir eru þar langt á eftir. Þorvaldur Thoroddsen hélt því fram, að sumir fuglar syngju eftir nokkurs konar nótum, syngju reglu- 24 dýraverndarinN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.