Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1977, Page 2

Dýraverndarinn - 01.12.1977, Page 2
Frá ritnefnd Með þessu blaði sem er 5.—6. tbl. lýkur 63. árgangi Dýraverndarans. Útgáfa blaðsins þetta ár hefur gengið stórslysalaust og vill ritnefnd þakka sérstaklega þeim er hafa aflað blaðinu auglýsinga svo og afgreiðslu- og inn- heimtumanni blaðsins. Án þeirra væri útkoma blaðsins ekki möguleg. Einnig þakkar ritnefndin öllum þeim sem hafa útvegað blaðinu nýja áskrifendur og þar eru trúnaðarmenn S.D.Í. um land allt fremstir í flokki. Það er mikið gleðiefni að trúnaðarmennirnir skuli hafa svo mikinn áhuga á blaðinu, því þeir hafa stóraukið áskrifendatöluna á þessu tæpa ári sem Jiðið er síðan trúnaðarmannakerfið komst á. Eins og við höfum áður bent á viijum við skora lesendur blaðsins að senda okkur efni eða láta í ljós óskir sínar og ábendingar um efni blaðsins. Þannig mun Dýraverndarinn þjóna betur tilgangi sínum, ef við hvert og eitt gerum hann að okkar blaði. J. s. Innheimta árgjalds DÝRAVERNDARANS hefur gengið allvel. — Þó eru nokkrir sem skulda árganginn 1977 ennþá. Og hjá afgreiðslumanni blaðsins fengum við þær upplýsingar að nokkrir skulduðu árið 1976. Þeir munu ekki fá blaðið frá næstu áramótum að telja. Við skorum á þá er enn hafa ekki greitt árgjaldið að gera það nú þegar. Það eru ekki nema 1000 krónur.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.