Dýraverndarinn - 01.12.1977, Blaðsíða 13
Bréfum svarað
Blaðinu berast oft jmsar fyrir-
spurnir og oft er það þannig að
fólk vill ekki að bréfið birtist í
blaðinu. Öllum er svarað jafnóð-
um með persónulegu bréfi en ég
tek hér jmsar spurningar sem hafa
borist í bréfum sem ég held, að
vceri fróðlegt fyrir lesendur Djra-
verndarans að heyra svör við.
J. S.
og Gunnar Steinsson frá Sambandi
dýraverndunarfélaga á íslandi. End-
urskoðendur voru kosnir: Marteinn
Skaftfells, Hlín Brynjólfsdóttir og
Gústaf B. Einarsson.
í skipulagsskrá sjálfseignarfé-
lagsins segir, að verði félagið lagt
niður, skuli eignir þess renna til
þess ráðuneytis, sem hefur yfirum-
sjón með dýravernd, og skal þá
ráðstafa þeim í anda gjafabréfsins.
Ennfremur segir svo í fylgiriti við
skipulagsskrána að fyrsta bygging,
sem reist verði í tengslum við spít-
alann eða stækkun á honum, skuli
vera sjúkraskýli fyrir hesta.
Kosin hefur verið fjáröflunar-
nefnd, en hana skipa: Laufey
Jakobsdóttir, frá Dýraverndunar-
félagi Reykjavíkur, Hlín Brynjólfs-
dóttir frá Hundavinafélagi íslands,
Pála Sörensen frá Sambandi dýra-
verndunarfélaga, Bergur Magnús-
son, Fáki.
5. Á.
Hvað fara tíkur oft í „stand" á
ári?
Að meðaltali tvisvar. En það er
einstaklingsbundið hve margir
mánuðir líða milli ióðatíma, frá
5-8 mánuðir. Hvert lóðatímabil
varir u. þ. b. 3 vikur. Heppilegasti
tími til frjóvgunar er frá 10. til 12.
degi frá því að blæðingar hefjast.
Bendi á þáttinn Dýrin og við á
bls. 4.
Hver er eðlilegur líkamshiti
katta? og hvernig á að mcela ketti?
Normalhiti katta er 38-39,5° C.
Getur verið dálítið hærri hjá ung-
um köttum. Kötturinn er mældur
með venjulegum hitamæli, sem
hefur kúlumyndaðan enda. Endinn
skal vandlega smurður vaselíni, eða
álíka feiti. Aðeins fremsta hluta
mælisins er stungið inn í enda-
þarminn.
Hvernig á ég að megra hundinn
minn?
Eins og allir sem ætla að megra
sig hvort sem það eru menn eða
skepnur — að éta minna. Engir
aukabitar, og það lítill skammtur
að kvöldi að hundurinn ljúki hon-
um strax og sleiki dallinn vel að
innan á eftir. Einnig er mælt með
einum degi í viku í algjörri föstu,
- gefa þá aðeins vatn.
Þar sem hundahald er leyft með
ströngum skilyrðum og háum
hundaskatti er þá afsláttur veittur
ef fleiri en einn hundur er á heim-
ilinu?
Leitað var til skrifstofu Garða-
kaupstaðar. Þar var svarið að ekki
hefði verið gefinn „magn afslátt-
ur" af hundaskatti.
Hvar lœri ég um skrautfiska?
Til er á íslensku rit um skraut-
fiska. Gefin út af Árna Helgasyni
og Hallgrími P. Helasyni. í fyrsta
tbl. Dýraverndarans á þessu ári er
einnig grein um undirstöðuatriði í
meðferð fiska, eftir Árna Helga-
son.
Af hverju þurfa kanínur og önn-
ur nagdjr ekki vatn?
Það er mesta firra að nagdýr,
eins og kanínur, hamstrar og nag-
grísir þurfi ekki vatn. Þau þurfa
vatn, - hreint vatn á hverjum degi.
Að vísu drekka þessi dýr mjög lítið
og ef fæða þeirra er mikið nýtt
grænmeti, fá þau mest allri vatns-
þörf sinni svalað á þann hátt, — en
engu að síður hreint vatn í hreinni
skál daglega.
Hvert á að snúa sér til að fá inn-
flutningsleyfi fyrir ketti?
Til landbúnaðarráðuneytisins.
DÝRAVERNDARINN
13