Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1977, Blaðsíða 15

Dýraverndarinn - 01.12.1977, Blaðsíða 15
Börnin skrifa Kæri Dýraverndari. Þar sem ég á heima, það er í blokk, mega engin dýr vera. Og mér þykir það mjög leiðinlegt. En nú er ég samt búin að fá dýr. Pabbi og mamma gáfu mér það í afmæl- frá litla bænum konunnar. Hund- urinn hafði farið yfir hálft landið til þess að komast til hennar þegar húsbóndi hans var látinn. Þegar umrenningurinn var sadd- ur og búinn að hvíla sig, kvaddi hann og fór leiðar sinnar. Stubbur stóð lengi við hliðið og horfði á eftir honum. Það leit út fyrir að hann vissi að hann tilheyrði þeim heimi sem hann hafði kynnst með Sören og sem hann ef til vill saknaði öðru hverju þótt honum liði vel hjá konunni í litla bænum. Seinna tók konan eftir nokkru sem vakti undrun hennar. Stubbur var mjög góður varðhundur, sem lét óspart til sín heyra ef gesti bar að garði, en hann gelti aldrei að umrenningum. Ef til vill vissi hann að það var einn af sonum þjóðveganna sem hafði tekið hann að sér þegar hann stóð yfirgefinn og einmana við lokaðar dyr sumarbústaðarins. Veit hundur hvað þakklæti er? Það hlýtur aðeins hundur að vita. Þýtt. isgjöf, af því að mig langaði svo mikið til að eiga dýr. Það er nag- grís. Hann er brúnn og hvítur. Það er enginn vandi að hafa naggrís og það veit enginn um hann í blokkinni. Eg hef hann í stórum kassa og skipti alltaf um blöð í botninum á hverjum degi. Naggrísinn minn heitir Polli. — Polli borðar allt mögulegt græn- rneti og ávexti, og svo fæ ég líka hey hjá manni sem á hesta. Mér þykir voðalega vænt um Polla og ætla alltaf að hugsa vel um hann. Lína Kæri Dýraverndari. Kennarinn minn sá í blaðinu að börnin mættu skrifa í blaðið og sagði okkur að skrifa sögu um dýr- in. Eg ætla að segja frá hvernig ég fékk kisuna mína. Fyrir þremur árum heyrði mamma mín eitthvert mjálm frá miðstöðvarherberginu. Það var hávetur og ofsalega mikill snjór úti. Það var smárifa á glugganum í miðstöðinni, og þar hafði komist inn læða og var búin að eignast fimm kettlinga. Mömmu brá mik- ið og vissi ekki hvað hún ætti að gera. En pabbi sagði að við yrðum að lofa kisu að jafna sig og láta henni líða vel þegar hún hefði leit- að í húsið okkar til að eiga kettl- ingana sína. Kisan var alveg voðalega svöng og ætlaði aldrei að geta hætt að éta. En pabbi sagði að hún væri alltof horuð til að geta gefið fimm kettl- ingum mjólk og þegar ég kom heim úr skólanum var búið að fara með fjóra kettlinga til dýra- læknis þar sem þeir voru svæfðir. Mér þótti það dálítið leiðinlegt. En mamma sagði að þessi sem eftir væri fengi þá bara miklu meiri mjólk og yrði miklu fallegri. Við tókum kisuna og kettling- inn út úr miðstöðinni og þau fengu kassa inni í mínu herbergi. Þá var systir mín dálítið spæld, en hún er svo lítil að hún getur ekki hugsað um kisur. Þegar kettlingurinn var orðinn stór gaf ég vini mínum hann sem á heima í næsta húsi. Eg gleymdi að segja að við skírðum kisuna Bröndu, af því að hún var svo bröndótt. En vinur minn skírði sinn kött Týra. Fyrst var Branda alltaf dálítið hrædd við okkur en svo hætti hún því alveg. Henni þykir gott að láta klappa sér og þá malar hún og malar. Stund- um leikur hún sér eins og hún sé ennþá kettlingur, og þá eltir hún ljósgeisla úr vasaljósi. Þegar ég er veikur þá liggur hún alltaf í rúm- inu hjá mér og ef ég er að lesa, en hún vill að ég klappi sér, þá fer hún og leggst á bókina. Hún er sniðug hún Branda og ég er svo fegin að hún fór inn í okkar hús til að eiga kettlingana sína. Kári Halldórsson 11 ára. DÝRAVERNDARINN 15

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.