Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1977, Page 19

Dýraverndarinn - 01.12.1977, Page 19
Fuglarnir okkar Afram er haldið með gömlu fuglabókina. Nœst eru það endurn- ar: Endurnar greinast samkvæmt lifnaðarháttum þeirra í þrjá aðal- flokka, þ. e. grasendur (gráendur, við Mývatn), kafendur og fiskend- nr. Eins og nafnið bendir til, eru grasendurnar nær eingöngu jurta- ætur og bíta gras á landi og vatna- jurtir, eins og til þeirra næst af yfirborði vatnsins, án þess að stinga sér á kaf. Kafendurnar sækja fæð- una dýpra og kafa til botns á hæfi- lega grunnu vatni eða sjó. Þær eru meiri eða minni dýraætur. Fisk- endurnar lifa nær eingöngu á fisk- um, smáseiðum og sílum og eru því fullkomnar dýraætur. Vöxtur og sköpulag andanna réttlætir einn- ig að nokkru leyti þessa greiningu t. d. fram yfir grasendur, að þær hafa dálitla sundfit á afturtánni, sem sýnir, að þær eru meiri lagar- dýr en grasendurnar. Fiskendurnar hafa neflag, sem er ólíkt öllum öðrum andanefjum, og er nef þeirra hið besta áhald til þess að taka með sleipa og hála fiska eða önnur lagardýr, en sýnilega lítt hæft til þess að bíta með gras eða sía með smádýr úr botnleðju, sem flestar aðrar endur stunda meira eða minna. Þó að þessi skipting sé eigi fræðileg, er hún þó þægileg og auðveld, enda hefir almenningur þegar frá öndverðu gert þennan greinarmun á þessum fuglum. Kynferðismunur er mikill meðal andanna (steggurinn) er bæði stærri og ásjálegri. Endurnar missa flugs um hríð í lok varptímans og eru þá í dularbúningi. Síðar fá þær vetrarbúning. A. GRASENDUR STOKKÖNDIN (Anas platyrhyncha subboscas, Brehm). Þetta er einhver algengasta önd- in hér á landi, og munu flestir bera kennsl á hana, eða að minnsta kosti þekkja víst nær allir karlfuglinn (stegginn, blikann), sem nefnist grcenhöfði, og öndin er einnig nefnd grænhöfðaönd. Fullorðinn stokkandarsteggur er með skraut- legustu fuglum, sem hér eru til. Stokkiindin er staðfugl, en flytur sig innanlands milli héraða, eftir því sem best hentar. A vetrum dvelst hún við ár og læki, sem frjósa sjaldan, eða þar sem eru kaldavermsl. Við hveralæki og laugar er hún oft. Flest fer þó til sjávar eða hefst við hér sunnan- lands, þar sem veður eru mildari og minni ísalög. Eitthvert slangur af ungviðinu fer eflaust af landi burt á haustin. Fullorðinn stokkandarsteggur er dökkgrænn, með fjólulitri slikju á höfði og hálsi, en neðst á háls- inum er mjór, hvítur hringur, sem takmarkar græna litinn að neðan. Hringurinn nær þó ekki saman DÝRAVERNDARINN 19

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.