Dýraverndarinn - 01.12.1977, Qupperneq 20
aftan á hálsinum. Efri hluti baks-
ins er grámóleitur, en herðar og
síðurnar með gráhvítum þverrák-
um. Neðst er bakið og efri stélþök-
urnar svart, með grænleitri slikju.
Stélið grátt, með hvítum jöðrum.
Tvær fjaðrir ofan á miðju stélinu
e rusvartleitar á lit og hringast upp
og fram á við. Er þetta best ein-
kenni þessarar tegundar. Neðri
hluti hálsins og bringan er rauð-
móleit, en að öðru leyti er búkur-
inn aliur að neðanverðu ljósgrár
með hvítum smáröndum og kroti.
Neðri stélþökurnar eru svartar.
Nefið er grængult, en verður gul-
leitara, er líður á varptímann. Nef-
nöglin er svört. Fæturnir gulrauðir.
Öndin er að ofanverðu mósvört,
með ryðgulum jöðrum á fiðrinu
og bogmynduðu kroti. Vængirnir
eru mógráir eins og á steggnum,
með bláum spegli" (þ. e. arm-
flugfjöðrum), með hvítum jöðrum
að ofan og neðan við bláa litinn,
en innri armflugfjaðrirnar, fyrir
aftan spegilinn, eru styttri en á
steggnum. Öndin er hvítgul í
kverkinni, neðst á hálsinum, gul-
móleit með svartleitum dröfnum,
að öðru leyti er hún fölleitari að
neðan, með móleitum dröfnum og
strikum.
Nefið á öndinni er grágult, með
gullrauðum blettum hér og þar og
svartri nögl.
Þegar áliðið er varptímans og
ungarnir orðnir hálfvaxnir eða vel
það, fella foreldrarnir flugfjaðrirn-
ar allar í einu og geta því ekki
flogið í viku eða um hálfsmánað-
artíma. Fara þær þá mjög huldu
höfði og fela sig í grasi og sefi, þar
því verður við komið. Blikinn fell-
ir töluvert fyrr og breytir um leið
um lit, svo að það þarf oft aðgæslu
við til þess að greina hann frá
öndinni; er þetta nefndur felubún-
20
ingur. Öndin fellir ekki, fyrr en
ungarnir eru að mestu orðnir sjálf-
bjarga. Þannig er ástatt um alla
fugla af andacettinni, en til hennar
teljast einnig álftir og gæsir.
Stökköndin verpir í maílok eða
í byrjun júní. Hún gerir sér hreið-
ur milli þúfna í þurrum mýrajöðr-
um, í móum, lyngbrekkum og smá
kjörrum. Yfirleitt er hreiðrið hul-
ið grasi eða öðrum gróðri. Hreiður-
bollinn er úr grasi, mosa o. fl., sem
tínt er saman úr nágrenninu, og
fer það allt eftir því, hvernig gróð-
urinn er þar. Lítið er af fiðri eða
öðru þess háttar í hreiðrinu, en dá-
lítill dúnn á hreiðurbörmunum.
Eggin eru frá 5—10 eða fleiri,
hvítleit að lit. Eggjatalan virðist
bæði fara eftir aldri fuglsins og
árferöinu. Öndin verpir fleiri eggj-
um þegar hún er á besta aldri, þ. e.
miðaldra, og þegar árferði er gott,
eru eggin oftast nær fleiri en í
hörðum árum. Útungunartíminn
er um það bil 4 vikur (22—26) (?)
dagar), og fara foreldrarnir með
ungana burt úr hreiðrinu, undir
eins og þeir eru orðnir sæmilega
þurrir og geta gengið svolítið, þ. e.
þegar þeir eru um það bil 1—2ja
daga gamlir. Þegar ungarnir eru
orðnir um 5—6 vikna, eru þeir að
mestu orðnir sjálfbjarga, því að
þeir þroskast furðufljótt. Foreldr-
arnir eru þá að komast í fellingu,
þ. e. „eru í sárum", og geta því
eigi sinnt þeim eins og áður, enda
þarf þess nú síður. Þegar líður á
sumarið, fer ungviðið að hópa sig
saman sér, og sundrast fjölskyld-
urnar þá upp úr því. Oftast nær
taka þó hjónin saman aftur á
haustin, þótt þau hafi slitið sam-
vistum, meðan þau voru í sárum.
Eru þau þá komin í vetrarbúning-
inn, sem er mjög svipaður varp-
búningnum. Það er talið, að hjón-
in skilji ekki af sjálfsdáðum og
hjónaböndin séu í gildi til ævi-
loka, en þetta er þó allvafasamt, og
líkur benda til þess að undantekn-
ingarnar séu ekki svo fáar. Að
minnsta kosti virðist það vera svo
á vorin, þegar líður að varptíma,
að þá ríki allmikið frjálslyndi í hjú-
skaparmálunum. En yfirleitt verð-
ur þó að viðurkenna, að stokkanda-
þjóðin er hin siðsamasta á móts
við sumar aðrar andaþjóðir.
Heimkynni stokkandarinnar er-
lendis eru víðsvegar um öll norð-
læg lönd, norðan frá heimskauts-
baug og víða alllangt suður eftir
„tempruðu" beltunum, bæði aust-
an Atlantshafs og vestan. Er hún
því meðal algengustu fugla sinnar
ættar. Nokkur afbrigði eru til af
þessari tegund, og er íslenska
stokköndin eitt þeirra.
Einkenni: Stór önd, blikinn
grænn á höfði og hálsi, og hvítur
hringur takmarkar græna litinn
neðst á hálsinum. Móleitur á
bringu, en ljós á kviði. Vængir
dökkmógráir með bláum spegli, og
er blái liturinn með hvítum og
svörtum jöðrum. Ofan á stélinu á
báðum hliðum rísa upp tvær dökk-
ar, krókbeygðar fjaðrir, sem eru
séreinkenni á þessum andarblika.
Fæturnir rauðir. Kollan eða öndin
er dökkmóleit, með sama háttar
spegli á vængjunum eins og blik-
inn.
(Stærð: 1. 510-630 mm, v. 243—
278 mm, n 47-62 mm. Þyngd
800—1400 gr. Þetta eru allt erlend
mál).
GRÁÖNDIN
tAnas strepera, L)
Þessi önd er ekki algeng hér-
lendis, en þó má búast við henni
víðar en enn er vitað af henni. Það
er aðallega við Mývatn og í nokkr-
DÝRAVERNDARINN