Dýraverndarinn - 01.12.1977, Side 24
rönd að neðan. Að öðru leyti er
fuglinn allur hvítur að neðanverðu
ofan frá hálsi að framan og aftur
að stéli, en neðri stélþökurnar eru
svartar, og aftasti hluti kviðarins,
framan við stélið. Stélfjaðirnar eru
móleitar, tvær þær, sem eru í mið-
ið, úr hófi langar. Neðan frá,
beggja megin utan á hálsinum,
gengur hvít rák eða taumur upp
hálsinn og nær hér um bil upp
að höfði. Er þetta gott einkenni,
sem greinir grafandarstegginn frá
öllum öðrum andarblikum, sem hér
eru. Nef og fætur eru grábláir.
Ondin er öll dökkmóleit hið efra;
aftan á höfðinu er fiðrið með breið-
um, rauðmóleitum jöðrum; á bak-
inu með ljósryðlitum jöðrum og
kroti, nema aftast er það hvítleit-
ara. Spegillinn með rauðmóleitum
blæ eða grænn á köflum, að fram-
an með mjóum, ryðhvítum jöðrum,
en hvítum að aftan. Að neðan öll
móhvít með dökkum dröfnum.
Ungarnir eru á haustin svipaðir
móður sinni, en á bakinu eru þeir
með móleitum jöðrum á fiðrinu.
Grafendurnar einkenna sig frá
öðrum frændum sínum á því hve
þær eru hálslangar og hálsinn
frekar mjór, og eru þær allar grann-
vaxnar. Þær eru helst í víðlendum
mýrum og flæðum og á vötnum
og tjörnum. Hreiðrum þeirra svip-
ar til stokkandarhreiðra í því, að
í þeim er fremur lítill dúnn. Hann
er sótlitur. Þær fara að verpa seinni
hluta maí hér sunnanlands í meðal-
ári, en síðar, ef harðara er. Þær
eiga 7—10 egg, hvítgul eða græn-
leit, frekar lengri til endanna en
önnur andaregg. Útungunartíminn
er erlendis um 22-23 dagar, og má
gera ráð fyrir, að hann sé eitthvað
lengri hér. Ungarnir eru orðnir
fleygir 7 vikna. Grafendur virðast
jafnvígar á dýra- og jurtafæðu,
enda þótt þær éti meira gras á
sumrum. Hér éta þær mikið af
mýi og mýflugulifrum, smásnígl-
um, smákröbbum o. fl. Þær eru
frekar styggar, fljúga hart með tíð-
um vængjaburði, og geta stungið
sér á sundi, ef í hart fer og ekki
er undankomu auðið á annan hátt.
Séu þær í hóp með öðrum öndum,
eru þær jafnan íyrstar til þess að
hefja sig til flugs, ef styggð kemst
að þeim.
Heimkynni grafandanna erlend-
is eru á norðanverðum meginliind-
unum, sem liggja að Norðuríshaf-
inu. Þó er hún ekki hánorræn og
fer sjaldan langt norður yfir heim-
skautsbaug. Hér í álfu verpir hún
ekki sunnar en um miðja álfuna.
Vestanhafs, í Norður-Ameríku, eru
heimkynni náskyldrar tegundar
(D. acuta tzitzihoa, Vieill.).
Einkenni: Langur, mjór háls og
kroppurinn allur grannvaxinn.
Langt og mjótt stél, einkum á
blikanum. Höfuð og háls móleitt,
með langri, hvítri rák utan á háls-
inum á blikanum, sem er að mestu
leyti hvítur að neöanverðu. Stygg-
ar, teygja upp háls og höfuð og
skyggnast um og aðvara aðra fugla
um Ieið og þær hefja sig til flugs.
Það er enn eitt athugavert við
grafendurnar, að þær, einkum blik-
arnir, eru lengur í hinum svo-
nefnda „felu'búningi en aðrar
grasendur. — „Felu'-búningurinn
verður til að afloknum varptíma,
og eru margar endur lítið lengur
í þeim búningi en á meðan þær eru
í sárum. Grafandablikar eru í eins
konar felubúningi langt fram á
haust, og fara þeir oftast héðan í
þeim búningi.
(Stærð: v. 242-280 mm, stélið á
blikanum allt að 200-210 mm,
nefið 45-53 mm. Þyngd 700-1200
gr.).
SKEIÐONDIN
(Spatula clyþeata (L)).
Skeiðöndin virðist hafa numið
land hér á síðastliðnum 10—12 ár-
um. Fyrr hefir almenningur eigi
veitt henni eftirtekt, svo að orð
hafi farið af, en líklegast hefir
hún slæðst hingað við og við áður,
en ávallt verið sjaldgæf og stað-
bundin, og svo er hún enn. Nú
verpir hún helst við Mývatn og í
Laxárdal, S-Þing. einstöku sinnum
og hefir hún sést á Svartárvatni hjá
Svartárkoti í Bárðardal, svo að lík-
ur eru til, að hún sé dreifð víðar
um þessar slóðir. Erlendir fræði-
menn hafa þóst sjá hana hér á
stöku stað norðanlands fyrir löngu
síðan, en höfðu þó eigi hendur á
henni. Þótt skeiðöndinni hafi fjölg-
að allmjög á síðari árum, er eigi
vitað, hvort hún mundi haldast hér
við, ef tíðarfar spilltist frá því, sem
nú er, og svo er um fleiri inn-
flytjendur hinna síðari ára.
Skeiðöndin dvelst helst við vötn
og tjarnir, á síkjum og við sef-
bakka. Hún er ósvikin grasönd í
lifnaðarháttum, en reytir minna af
botngróðri á grynningum en aðrar
frænkur hennar. Sést hún því sjald-
an standa á höfði í vatninu, eins
og grasendur gera jafnan. Hún er
lítið gefin fyrir að kafa, en tekur
meiri fæðu en aðrar þess háttar
endur á yfirborði vatnsins, því að
hún veiðir svifið, smádýr og jurtir,
flest allt meira og minna smásætt,
sem í vatninu er, og eins síar hún
smáæti úr botnleðju í pollum,
tjörnum og mýrum. Nefið, sem
hún ber nafn af, er sérstaklega vel
til þess lagað að safna slíkri fæðu,
stórt, óvenju breitt (eins og skeið-
arblað) og „tannskíðin" lengri en
venja er til. Hún étur einnig eitt-
hvað af skordýrum, t. d. flugur, mý
o. fl.
24
DÝRAVERNDARINN