Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1977, Page 27

Dýraverndarinn - 01.12.1977, Page 27
jafnvel stóru mennirnir á spjöldum sögunnar komast ekki hjá óþægi- legri gagnrýni. Ég fletti upp í umræddri bók og staðnæmist við bls. 135. Þar greinir Nansen frá því, að hann hafi sært hvítabjörn miklu skot- sári. Dýrið lagði á flótta og þar með hófst eltingin illa, sá eilífi harmleikur, sem jafnan gerist þeg- ar maðurinn og dauðinn taka hönd- um saman. Síðan segir: „Við höfðum ekki tekið mörg skref, þegar við sáum tvo hausa til viðbótar innan um jakahrúgurn- ar framundan. Þetta voru tveir húnar, sem stóðu á afturfótunum og skimuðu eftir móður sinni, sem reikaði til þeirra og dró blóðtaum á eftir sér". Síðan fylgdust birnirn- ir þrír að á flóttanum. Birnan, sem var mikið særð á öðrum framfæti, komst eðlilega ekki mjög hratt áfram, en þó nægilega hratt til þess, að Nansen „átti í erfiðleikum með að halda í við hana". Var hann þó í miklum vígahug og dró ekki af sér. „Húnarnir hoppuðu kvíðnir umhverfis móður sína og jafnan dálítið á undan henni, eins og til að hvetja hana; þeir skildu ekki, hvað að henni var". — Að lokum féll birnan fyrir vel miðuðu skoti. Og Nansen heldur frásögn sinni áfram og segir: „Húnarnir hröðuðu sér samúðar- fullir til hennar, þegar hún féll — maður gat fengið samúð með þeim af að sjá það; þeir hnusuðu af henni, ýttu við henni, og stukku um úrræðalausir og örvílnaðir. A meðan hafði ég troðið nýju skot- hylki í riffilinn og felldi annan húninn, þegar hann stóð upp á hárri nybbu. Hann hrataði niður brekkuna með dimmu öskri og lenti á móður sinni. Hinn húnninn hljóp þá til hans, enn hræddari en áður, en vesalingurinn gat ekki orðið að neinu liði. Meðan bróðir- inn byltist organdi, stóð hann hryggur og leit ýmist á hann eða móðurina, sem lá þarna deyjandi í blóði sínu. Þegar ég nálgaðist, leit hann gjörsamlega hirðulaus á mig — hvaða máli skipti ég úr þessu. Allt sem honum var kært í heim- inum, lá nú fyrir fótum hans, lim- lest og deyjandi. Hann vissi ekki, hvert halda skyldi, hrærði hvorki legg né lið. Ég gekk alveg að hon- um, og hann féll dauður við hlið móður sinnar með kúlu í bring- unni" Ég fletti nokkrum blöðum og DÝB AVERNDARINN 27

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.