Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1977, Blaðsíða 28

Dýraverndarinn - 01.12.1977, Blaðsíða 28
athyglin beindist að bls. 149. Þar upphefst ævintýraleg frásögn af bjarndýrsdrápi, sem litlu munaði, að kostaði Johansen lífið. En jafn- skjótt og björninn var fallinn, sáu þeir félagar tvo húna „gægjast bak við íshrauka skammt frá". Augijóst var, að þeir voru að svip- ast um eftir móður sinni, sem nú lá í blóði sínu. Litlu óvitarnir höfðu aldrei fyrr kynnst mönnum og höfðu litla hugmynd um þeirra blóðuga feril heimsskautanna milli. Um þetta skrifar Nansen eftirfar- andi orð: „Eg taldi ástæðulaust að fórna tíma og skotfærum í þá, þar sem við höfðum nú meira en nóg kjöt, en Johansen benti á, að húnakjöt væri miklu fíngerðara en af full- orðnu, og kvaðst hann einungis ætla að skjóta annan og lagði af stað, en þeir tóku til fótanna. Nokkru síðar komu þeir aftur, og við heyrðum þá öskra eftir móður sinni í mikilli fjarlægð. Johansen sendi öðrum kúlu, en skotfærið var langt, svo að hann særði húninn aðeins. Þeir hlupu á brott á ný með óskaplegu öskri, og Johansen veitti þeim eftirför. Hann hætti eftirförinni þó strax, þegar hann sá, að hún myndi verða of tíma- frek. Meðan við vorum að hluta móðurina sundur, komu þeir enn hinum megin að sprungunni, og allan tímann, sem við vorum þarna, voru þeir á rölti umhverfis okkur; þeir öskruðu og bauluðu eins og kýr, fóru upp á alla hæstu jaka- hrauka umhverfis okkur og stóðu þar og virtu okkur fyrir sér". Skömmu síðar héldu þeir fé- lagar förinni áfram og hafa þá trú- lega ætlað nýjum hættum ísauðn- arinnar að bægja fljótlega á braut óþægilegri minningu um særða húninn. En það reyndist ekki jafn auðvelt og ætla mátti, eins og framhald þessarar frásagnar Ijósast vottar, en það er svohljóðandi: „Meðan við héldum áfram, heyrðum við í sífellu rymja í særða húninum að baki okkar. Hann fyllti þennan þögla ísheim hinni beisku ásökun sinni yfir grimmd mannanna. Þetta var óskaplegt á að hlýða, og ef við hefðum haft tóm til þess, hefðum við snúið við og eytt kúlu á hann. Við sáum húnana fara að hræi móður sinnar, og gerðum ráð fyrir, að nú myndum við lausir við þá, en brátt heyrðum við í þeim á ný, og þeir eru jafnvel ekki fjarri hér, þar sem við tjölduðum. Þeir hafa rakið slóð okkar eftir að hafa far- ið og litið á móður sína, vesalings skepnurnar". Hér er vissulega farið út fyrir þau takmörk, sem hugtakið mann- úð setur. En þessu líkar eru allar dýraveiðar í framkvæmd. Þar gild- ir vélrænn hugsunarháttur — miskunnarleysið í sinni nekt. Rétt- Iætisvitundin slævist og hverfur að mestu. Menn komast á vald hins illa. Líkamlegur máttur þeirra tvö- faldast og nýtt fjör streymir um hverja æð, svo að jafnvel þung- lamalegir menn reynast ótrúlega hlaupfráir. Það er eins og dráps- hvötin ljái þeim vængi. A öllum tímum norðurferða munu menn jafnt og þétt hafa höggvið skörð í hvítabjarnastofn- inn, svo að stöðugt hefur sigið á ógæfuhliðina í þeim efnum. Þá hafa og selveiðimenn lengi verið athafnasamir í norðurhöfum, og má nærri geta, að þeir hafa eigi þyrmt lífi hvítabjarna, hvenær sem tækifæri bauðst. Annað væri með miklum ólíkindum. Ýmsir aðrir hafa einnig lagt þarna hönd að verki og sumir þeirra verið býsna mikilvirkir. Á síðari árum hefur ný hætta ógnað hinum mjög svo grisjaða hvítabjarnastofni. Sportskytturnar svonefndu — þeir vandræðamenn — hafa tekið flugvélar í þjónustu sinnar glæpsamlegu starfsemi. Slík farartæki henta þeim einkar vel við hvítabjarnadráp og marg- falda getu þeirra í því, að svala drápsfýsn sinni. -—- Athyglisvert er, að menn þessi tilheyra und- antekningarlaust svonefndum menningarþj óðum. „Mál er að linni" má með sanni segja um hvítabjarnadrápið, og þannig munu þeir menn hafa hugsað, sem beittu sér fyrir friðun þessara merkilegu dýra. Sem betur fer, eru slíkir hugsjónamenn á- vailt starfandi. Á þeirra getu bygg- ist veik von um að takast megi að bjarga fjölmörgum tegundum dýra frá aldauða. Og fyrir lofsvert framtak þessara manna hafa hvíta- birnir nýlega verið alfriðaðir. Mátti það sannarlega eigi seinna gerast, því að svo geigvænleg var útrým- ingarhættan orðin. Þau þjóðlönd, sem bundist hafa samtökum í þessu nauðsynjamáli, eru Noregur, Danmörk, Kanada, Bandaríkin og Sovétríkin. Vonandi eru samtök þessara þjóða næg trygging fyrir því að hvítabjarnastofninum sé og verði borgið frá algerri eyðingu af manna völdum. Lífheimurinn væri vissulega orðin fátæklegri, þegar síðasti hvítabjörninn hefði að velli verið lagður. Slíkt óhappaverk yrði að sjálfsögðu óbætanlegt um alla framtíð. Eyþór Erlendsson frá Helgastöðum 28 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.