Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1977, Qupperneq 31

Dýraverndarinn - 01.12.1977, Qupperneq 31
Björn - saga af sleðahundi Þessi saga er frá Labrador, þessu víðáttumikla landsvæði í Norður- Ameríku, sem að mestu er þakið ís og snjó og byggt eskimóum. Og það var einmitt hópur eski- móa, sem írski læknirinn og vís- indamaðurinn Thomas O’NeiII var á leið til. legur?, of tíður?, of hægur?, eru örðugleikar við öndun? Er eðlilegt hljóð í lungum við andardrátt? Stundum verður vart við hina svo- kölluðu náradrætti, t. d. á hey- mæðnum hrossum. Náradrættir eru tákn þess, að skepnan á örðugt með að anda og verður því að taka kviðarvöðvana til hjálpar frekar en ella. — Athuga ber nasir og barka og hvort skepnan hefur hósta. Til þess að rannsaka vel brjóst og lungu þarf æfða menn með sérþekkingu, því að sú rann- sókn er talsvert vandasöm og krefst mikillar nákvæmni. Sé skepnan heilbrigð og í ró er öndun þannig per mínútu: Hross 8—16 sinnum Nautgripir . 10—20 — Sauðfé, geitur . . 15—25 — Svín . 10—15 — Hundar . 15—30 — Kettir . 30—30 — (Framhald) (Eftir Sigurð E. Hlíðar dýralækni) DÝRAVF.RNDARINN Dag nokkurn í nóvember hafði hann lagt af stað frá bústað sínum í suðurhluta landsins með hinum trygga sleðahundi sínum, Birni. Á sleðanum hafði hann læknistösku sína og mikið af lyfjum, sem hann ætlaði að hjálpa eskimóunum með. Þetta var ekki í fyrsta sinn, sem O’Neill lagði upp í ferð, því að hann var þekktur um gjörvallt Labrador undir heitinu eskimóa- læknirinn. Margir vina hans höfðu tekið honum vara fyrir að leggja upp í þessa 600 km ferð yfir ísauðnina. En farandkaupmenn höfðu sagt honum að drepsótt væri komin upp hjá eskimóunum. Þeir hefðu nær allir fengið lungnabólgu og ef þeim bærist ekki hjálp sem skjótast mundi allur ættbálkurinn deyja. út. Á svifléttum skíðum sínum og með hundinn Björn fyrir sleðan- um, hafði læknirinn náð næstum hálfa leið þegar ofsastormur skall á. Hann brast mjög óvænt á, svo að bæði maður og hundur urðu að leita skjóls í skúta undir háu fjalli. Þar urðu þeir að láta fyrirberast í fimm daga. Kuldinn ágerðist og þjáði þá báða æ meira. Þeir höfðu borðað síðasta „pem- mikanið", sem er spik og þurrkað hreindýrakjöt, þegar veðrinu loks slotaði. O’Neill svipti hreindýrs- húðinni, sem byrgði fyrir skútann, til hliðar og skreið út. Snjórinn úti- fyrir sló hann sársaukafullri blindu. Hann pírði augun og staulaðist á- fram nokkur skref en neyddist til að snúa við. Hann hafði gleymt snjógleraugunum sínum heima og á meðan stormurinn geisaði hafði hann verkjað mjög sárt í augun: Nú var hann allt í einu orðinn snjóblindur. Með miklum erfiðismunum krot- aði O’Neill upp eins konar upp- drátt af svæðinu þar sem hann var staddur og skrifaði á eskimóamáli: „Komið og hjálpið mér". Þetta batt hann við hálsinn á hundinum. Síð- an strauk hann um höfuðið á hon- um, leiddi hann út úr skútanum, benti í norður og hrópaði: „Áfram - Björn." Eskimóarnir höfðu sem sé lagt af stað til móts við O’NeiIi til að aðstoða hann yfir erfiðasta kafla leiðarinnar. En þeir höfðu gert ráð fyrir að hann kæmi venjulega leið, miklu sunnar. En skyndilega hafði veiðimaður komið auga á hund uppi á hæð einni. Hundurinn neytti seinustu krafta til að ná til mannsins. Björn var vart þekkjanlegur, svo magur var hann orðinn og það blæddi úr þófum hans. En strax var hann rok- inn af stað á nýjan leik og vísaði nú eskimóunum í tæka tíð á skút- ann þar sem húsbóndi hans hafðist við. Þannig bjargaði þessi vitri hund- ur Iífi læknisins. 31

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.