Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1977, Page 32

Dýraverndarinn - 01.12.1977, Page 32
Hvernig hund? Efrir hina velheppnuðu dýrasýn- ingu í LaugardalshöIIinni þann 14. ágúst sl. þar sem sýndar voru 15 tegundir hunda hafa eflaust marg- ir fengið áhuga á því að fá sér hund. Þeir hundar sem þarna voru sýndir voru af öllum stærðum og gerðum. Og þó er þetta lítið brot af öllum þeim tegundafjölda sem til er í öðrum löndum og er þar um að kenna einangrun okkar í þessu tilliti. Sakna ég t. d. mjög að ekki skuli vera til á íslandi hundar sem heita: Cavalier King Charles Paniel. Það er mjög lítill hundur, en hefur það fram yfir puddel og aðra smáhunda að vera ákaflega rólyndur. Hann geltir lít- ið eða ekki og er sérlega auðveldur í meðferð. Af stórum hundum er tegundin: Golden Retriever sérlega heppileg til að kenna íslendingum hunda- hald, því þægari og meðfærilegri hundar eru vandfundnir. En burtséð frá þessu eru marg- ar hundategundir á íslandi og af nógu að taka. En hvernig hund á fólk að fá sér? Það er mikið hringt og beðið um ráðleggingar og það þykir okk- ur sem vinnum að dýraverndunar- málum mjög vænt um. Það er betra að leita sér upplýsinga ÁÐUR en dýrið er fengið, heldur en að byrja á mistökum sem kannski þróast upp í það að verða óyfirstíganlegt vandamál, sem leiðir í mörgum til- 32 Greinarhöjundur með þrjá ólíka hunda fyrir framan dýraspítalann. DÝRAVERNDARINN fellum að dýrinu er lógað og fólk hvekkist og verður andsnúið hundahaldi. Fyrst og fremst verður það fólk sem ætlar að fá sér hund að gera sér grein fyrir því að hundur lifir í um það bil 15 ár. Og allan þann tíma verður að fóðra hann, sinna

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.