Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1977, Blaðsíða 33

Dýraverndarinn - 01.12.1977, Blaðsíða 33
Hvenær koma farfuglarnir? Gaman væri það, ef að ein- hverjir áhugamenn um háttu fugla sendu blaðinu línu um komudag farfugla, t. d. í hverjum lands- fjórðungi. Er það t. d. svo, að krían sjáist fyrr fyrir norðan, en hér syðra? Koma kjói og kría sam- an til landsins, eða um svipað leiti? Sem sýnishorn um þetta birtist hér smágrein úr blaðinu „Degi" á Akureyri frá 30. apríl s. 1.: ,.Að venju kom tjaldurinn fyrst- ur til varpstöðvanna. Lóan og stelk- urinn voru samferða að vanda nokkru síðar. Jaðrakanar, nokkrir tugir, sáust fyrst á mýrunum skammt sunnan við Brunná, fyrir sumarmál og eru þeir nú ekki mjög sjaldgæfir fuglar hér um slóðir og eiga varpstöðvar á mörg- um stöðum hin síðari ár. Þessum fuglum fjölgar nú mjög ört á Norðurlandi. Krían sást hér fyrst á sumar- daginn fyrsta og ennfremur kjói, en komudagur þessara fugla er oft- ast sá sami. Þá er lóuþrællinn kominn, maríuerla, hrossagaukur- inn og grátittlingurinn. Stein- klappan hlýtur að vera komin, en ekki hefur um hana fréttst. Spóinn er seint á ferðinni að venju og til hans hefur ekki heyrst ennþá. Síðastur kemur svo óðins- haninn. Gæsir eru komnar fyrir nokkru síðan og stórir helsingjahópar hafa séðst á flugi, á leið sinni til Grænlands, þar sem þeir verpa. Einn æðarkóngur hefur séðst í hópi æðarfuglanna á Pollinum." honum o. s. frv., greiða af honum hundaskatt, ef viðkomandi er svo lánsamur að búa þar sem hunda- hald er leyft. Einnig verður það að vera ófrá- víkjanleg regla að þeir sem ætla að fá sér hund læri meðferð hvolpa, uppeldi o. s. frv. Slíkt er bæði hægt að Iæra af bókum og einnig með viðtölum við sérfróða menn. Bæk- ur skulu þó allir fá sér. Að öllu þessu athuguðu er end- anlega tekin sú ákvörðun hvort hundur skuli innlimaður í fjöl- skylduna eða ekki. Og þá er að velja hundinn. Hér skal ekki farið út í að ráðleggja fólki neitt ákveðið með val á hundi, hvorki með hlið- sjón af því hvort hundurinn á að vera hreinræktaður eða ekki, eða hvort heppilegri sé stór hundur eða lítill. En nokkur grundvallaratriði DÝRAVERNDARINN í vali á hvolpi skulu tekin hér. Og gilda þau jafnt hvort sem hvolpur- inn er hreinræktaður eða blandað- ur, stór eða lítill. 1. Fáið að skoða móðurina. (Helst báða foreldra). Ef ykkur lýst ekki vel á móðurina, af ein- hverjum ástæðum, t. d. ef hún er of stór, (eða of lítil), illa byggð, taugaveikluð eða glefsar, skuluð þið alls ekki fá ykkur hvolp undan henni. 2. Veljið þann hvolpinn í hópnum sem sýnir mesta atorkusemi, forvitni og tillitssemi. Þann sem sem kemur til ykkar til að þefa eða leika sér. Ekki velja þann sem fer undan í flæmingi með rófuna milli lappanna. — Þuklið hvolpinn og athugið hvort holdafar hans sé eðlilegt. Augun eiga að vera gljáandi og trýnið laust við rennsli. 3. Hvolpurinn á ekki að vera yngri en 8 vikna. Og verið viss um að hann sé farinn að éta. 4. Kynnið ykkur hvort móðirin hafi verið hreinsuð gegn spólu- ormum fyrir meðgöngutímann. Ef svo er ekki er nauðsynlegt að láta hreinsa hvolpana. Að lokum þetta: Það borgar sig að bíða heldur lengur með að fá hund en að taka fyrsta hvolp sem býðst, ef ykkur lýst ekki nógu vel á hann. Vandið valið. Vandið uppeldið. Þá verður árangurinn góður bæði fyrir ykkur og hundinn. J- s. 33

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.