Heimir : söngmálablað - 01.07.1935, Blaðsíða 7

Heimir : söngmálablað - 01.07.1935, Blaðsíða 7
Söngmót í Osló og Stokkhólmi 1935 skránni ýms hinna glæsilcguslu verka af því tagi eftir þá Nordrák, Grieg o. í'l. Allmörg lög voru sungin á mótinu eflir hið aldna tónskáld, og voru sum þeirra tvimælalaust íncðal þess bezla, sem þar máttí heyra. Þegar hér er komið, voru söngmennirnir farnir að búa •sig undir kvöldið, en þá voru samsöngvar á þrem stöðum, allir á sama líma. Aðalhljómleikarnir fóru fram í Þjóð- leikhúsinu, og var eg þar viðstaddur. Er töluverður bagi að því, að ekki skuh til vera í Osló nægilega stórt húsrúm, svo að landsmót eins og þetta geti að mestu leyti farið fram á einum og sama stað. Gerir það allan undirbúning stórum erfiðari og margbrotnari og almenningi ókleift að heyra nema brot af því, sem sungið er. — Þjóðleikhúsið var fullskipað þetta kvöld, og var konungur Norðmanna nieðal áheyrenda. Söngskráin var i 9 þáttum, en 1—3 lög í hverjum þætti. Félögin í Osló hófu sönginn, en þar næst komu Þrændur. þá Samband Norður-Noregs, Haugasunds o. s. frv. — Nú kynni einhverjum að þykja fróðlegt að athuga verkefnin, sem flokkarnir höfðu á mótinu, og læt eg því söngskrána á fyrgreindum konsert i Þjóðleikhúsinu fara hér á eftir sem sýnishorn: 1. Bj. Gjerström: Hilsningssang. 2. a. Sven Körling: Várens dag. b. Spangenberg: Sommernatt. c. J. Halvorsen: Dobbelporlræt. 3. a. Iver Holter: Prillar-Guri. b. H. Kjerulf: Quand tu dors. c. Eyvind Alnæs: Halling. 4. a. Ivar Wide'en: Sigurd Jorsalafar. b. Iver Holter: Mot soleglad. 5. a. Johns. Haarklou: Jonsok-natt. b. Oscar Borg: Bölgen. 6. a. D. M. Johansen: Ættararv. b. J. Halvorsen: Dansen pá Uvár. c. Iver Holter: Haust.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.