Heimir : söngmálablað - 01.07.1935, Blaðsíða 24

Heimir : söngmálablað - 01.07.1935, Blaðsíða 24
24 Til athugunar Fólk Iilur ofl þannig á, aö börnum og unglingum sé a'llt bjóðandi í þessum efnum. Það geri ekkert til, þótt iiýrjandi i hljóðfæraleik venjist við ramfalskt píanó eða harmonium, sem alll er af göflunum gengið. En þetta er binn mesti misskilningur og er auðvitað sprottinn af tiugsunarleysi, því strax Jægar fóiki er bent á það, að það sé einmitl nauðsynlegt, að unglingar venjist góðum og réll stilltum hljóðfærum strax í byrjun, þá sansast fólk von bráðar á það og sér sjálfl nauðsynina. Oft er erfitt að fá gert við hljóðfærin, t. d. upp lil sveita eða i afskekktum kauptúnum. Vanalega þarf þá að senda þau langa leið lil viðgerðar, og hefir það ærin útgjöld í för með sér. Það er þvi nokkurt vorkunnarmál, þótt sum- staðar úti um land megi finna hljóðfæri, sem illa eru á sig komin og því varla nothæf. Meiri furðu gegnir, að slikt skuli koma fyrir i Reykjavík eða öðrum þeim stöðum, sem þess er kostur að fá gerl við hljóðfærin. En það er þvi miður algengt. Eólk lætur oft ekki stilla póanóið sill í mörg herrans ár. Það vensl smám saman við hina óhreinu tóna, verður sljótt fyrir ósamræminu, sem eykst því meir sem lengur dregst að stilla hljóðfærið. Oft kveð- ur svo ramt að, að fólk á beinlínis erfitt með að sætta sig við hreiminn í nýstilltu hljóðfæri, þegar því loks hefir verið sá sómi sýndur að slilla það. Er jjetla ljósasl- ur vottur þess, hve skaðlegt Jiað er fyrir smekk manna að leika máske árum eaman á „fölsk“ hljóðfæri. Eg veit um dæmi, þar sem píanó hefir ekki verið sliill í yí'ir 20 ár. , Það er því livergi nærri hættulaus trassaskapur að hirða illa um hljóðfærin livort sem heldur er um að ræða orgcl- harmóníum eða píanó, eða hvaða hljóðfæri sem er. En hættulegast er þó að venja eyru barnanna við „fölsk“ hljóðfæri. Það brenglar smekk þeirra fyrir góðri tónlist, því vitanlega afskræmist allt herfilega, sem leikið cr á slík hljóðfæri. Fvrir börnin er það bezta ekki of gott í þessum efnum frekar en öðrum — og livers eiga börnin og ung-

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.