Heimir : söngmálablað - 01.07.1935, Blaðsíða 9

Heimir : söngmálablað - 01.07.1935, Blaðsíða 9
Söngmót í Osló og Stokkhólnú 1935 9 lcgt lag eða bráðfjörugur „halling". Eu þelta liefir áhrif á hreiuiblæinn og „stemninguna". Brosið er gleði-votlur, og það er áríðandi að skapa samræmi á miili orða og tóna." — Um kvöldið var allfjölmennt samsæti og flutti eg þar kveðju frá Sambandi íslenzkra karlakóra og þakk- aði heimboðið og þau hlýlegu orð, sem forseti landssam- bandsins hafði mælt til mín sem fulltrúa frá Islandi. Eg drap á þau vandkvæði, sem á því væri fyrir okkur, að taka virkan þátt í framkvæmdum bræðraþjóða vorra á Norð- urlöndum og samstarfi i sönglegum efnum, þó að okkur skildisl vel liverja þýðingu það hefði og fylgdum þvi með alhygli og samúð. Þá minntist eg á þau kynni, sem við h'efðum hafl af norskri tónlist fyrr og síðar, og hversu mikilvægur þáttur hún liefði löngum verið í sönglífi voru, or af eðlilegum áslæðum þarfnaðist stuðnings og vakning- ar utanað. Vék eg þvínæst að heimsóknum hinna norsku söngflokka og þá einkum að komu „Handelsstandens Sangforening", sem hefði orðið lil þess fyrst allra erlendra söngfélaga að sækja okkur heim. Endaði eg ræðu mina á árnaðaróskum til „Norges Landsanger forbund". Sam- 'ívæmi þetta var hið prýðilegasta og veitingar fram born- ar af mikilli rausn. En alvarleg slörf biðu manna daginn eftir, og var því farið heim í háttinn á skikkanlegum tima. Næsli dagur var hvitasunnudagur, og hófust þá konsert- ar í þremur stærstu kirkjum borgarinnár kl. 1. Eg hlýddi ú sönginn i dómkirkjunni (Vár Frelsers kirke). Á undan söngnum lék Arild Sandvold forleik á hið nýja orgel í kirkjunni, sem mun vera annað mesta kirkjuorgelið á ^orðurlöndum. Sandvold er söngsljóri og organisti við kirkjuna og kannast það söngfólk okkar við hann, sem tók þátt í Norðurlandamótinu í Kaupmannahöfn sumarið 1929. Hann var söngstjóri norska kórsins við það tækifæri. Hér mátti lieyra söng ýmsra flokka og fylkjasambanda, c'r ekki höfðu sungið í Þjóðleikhúsinu kvöldið áður, en •.,, .... . Framhald á bls. 13.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.