Heimir : söngmálablað - 01.07.1935, Blaðsíða 5

Heimir : söngmálablað - 01.07.1935, Blaðsíða 5
Söngmót í Osló og Stokkhólmi 1935 5 Sviþjóð) — lillu síðar í Stokkhólmi. Sncru Norðmenn sér til „Sanibands íslenzkra kaiiakóra", en Sviarnir fengu málið í hendnr sendiherra íslands i Kaupmannahöfn og hann síðan Stjórnarráðinu hér. Þólti nú illl að hafa þessi boð að engu, eins og stundum fyrri, og jafnvel ekki með öilu vansalausl. Varð það þvi úr, að eg réðsl til fararinn- ar að tilblutun og fyrir albeina Salómons Heiðar, for- manns íslenzka karlakórasambandsins, og Pals Isólfsson- ar, formanns í Bandalagi íslenzkra Iistamanna. Eg lagði af stað héðan iil Bergen, ásamt konu minni, 30. maí síðaslliðinn og þaðan, eins og leið liggur, með há- fjallabrautinni til Osló. Mun eg hafa komið fyrstur boðs- gesta til mótsins, að undanskildum Rikhard Larsen rit- stjóra í Minnesota, en hann var fulltrúi hinna norsku söngfélaga í Bandarikjunum. Það var búizt við því, að 3000 söngmenn tækju þált í mótinu, og áttu margir langl ¦að sækja. Heilir flokkar komu úr nyrztn héruðum Noregs og 5 söngmenn komu alla leið norðan frá Svalbarða. Þótti l>að vel af sér vikið. Sumir þessara langferðamanna voru 3—5 daga á leiðinni, og má nærri geta, að slíkt fcrðalag hefir haft almikinn kostnað í för með sér. Var mér sagt, að þeir söngmenn myndu ekki allfáir, er yrðu að borga nálægt 200 krónum úr eigin vasa, og sumir af litlum cfn- um. Sýnir það bæði mikinn áhuga og óvenjulega fórn- fýsí. En nú rann upp sá mikli dagur — laugardagur fyrir hvílasunnu — er 12. landsmót norskra karlakóra skyldi hefjast. Höfðu menn vonað, að sá dagur yrði bæði bjart- ur og hlýr, en það fór á annan veg. Um morguninn var kalsarigning, en ckki bar á því, að menn létu það á sig fá, cnda skánaði vcðrið, þcgar á daginn leið, og fór reyndar síbalnandi upp frá því, svo að mótinu lauk í glampandi sólskini. Árla dags, kl. 9%, hafði öllum þátltakcndum ver- ið stefnt saman á tíltekinn stað — Festningsplassen — en þaðan var gengið i fylkingu um Kirkjustræti og Karl Johansgötu til háskólabyggingarinnar, en fyrir framan

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.