Heimir : söngmálablað - 01.07.1935, Blaðsíða 22

Heimir : söngmálablað - 01.07.1935, Blaðsíða 22
22 Þórð'ur Kristcifsson TÓNLIST OG GILDI HENNAR. EFTIR ÞÓRÐ K R1S T LE 1F S S 0 N. Bezt mennluðu þjóðir heimsins hafa fyrr og síðar tek- ið tónlistina á sina arma sem meginatriði almennrar ínenningarstarfsemi, sem ómissandi lið uppeldismála til göfgunar einstaklingnum og þroska hans. Hugsjón þeirra, sem gjörzt hafa málsvarar sönglistar- innar, er m. a. sú, að rækta og hyggja upp hið innra líf — sálarlífið — með mætti og anda tónanna og fegurðar- gildi þeirra. Sönglislin vekur af svefni hljóma, göfugar tilfinningar og hugrenningar, sem án hans aldrei rísa af blundi né hæra á sér. Söngurinn kemur vissum strengj- um í mannsins innsta og æðsta til að óma, strengj- um, sem án söngsins eru hljóðyana. Hann glæðir með- fæddar gáfur og hæfileika og leysir óskir og þrár úr f jötr- um þagnar og deyfðar. Tónarnir fegra tilveruna og veita mönnum gleði og unað á þann hátt að túlka þær tilfinningar þeirra og kenndir i söng og hljómum, sem eru djúplægari en svo? að þær verði skilgreindar með orðum einum. Islendingar liafa á seinustu árum vakilað l)etur en áð- ur til meðvitundar um það, hversu mikið gildi tónlistar- lífið hefir, og hversu óumræðilegt menningaratriði það er að styðja að útbreiðslu þess og skipulagsbundinni og víðtækri ræktun. Ljóst dæmi um framþróun og umbætur á þessu sviði er t. d. stofnun og starfsemi Tónlistarskólans í Reykja- vik, hljómsveifin og miklum mun sterkari hreyfing held- ur en íyrr hcfir þekkzt um kórsöng, einkum karlakórs- söng. Og þar sem þeim málum er komið í fastast og skipulegast form, er svo i haginn búið, að hver einstök söngrödd fær þjálfun eftir listfræðilegum reglum, undir handleiðslu sérfræðings í tónmyndun og listsöng. Einstöku áhugamenn um uppeldismál liafa einnig lagt á það mikið kapp og varið til þess miklu fé og ríflegum

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.