Heimir : söngmálablað - 01.07.1935, Blaðsíða 15

Heimir : söngmálablað - 01.07.1935, Blaðsíða 15
Söngmót í Osló og Stokkhólmi ip35 15 um (Aulaen) Aðalviðburðurinn í háskólasalnum var söngur 16 manna frá Sandnes („Sandnes-kameralene"). Enginn „sló takt", og var leiðloginn (Sigv. Indrebus) jafn- framt einsöngvari kórsins. Viðfangsefnin voru við hæfi flokksins og öll sungin svo hreint, innilega og blæfallega, að söngurinn lók að þvi leyti öllu fram, sem eg heyrði á mólinu. Reyndist svo hér sem oftar, að það er ekki allt undir mannf jöldanum komið, þó að hann sé að vísu nauð- vsynlegur, ef flytja á mikilfengleg verkefni. Um kvöldið var veizla mikil á tveimur stöðum, og tóku allir söngmenn þátt í þeim fagnaði. Þar sem eg var — í Frímúrarahöllinni — eru salakynni stór, en þó var troð- fullt uppi og niðri. Sungið var m. a. erindi það, sem hér fer á eflir: , Vær velkommen v'árc gjester fra „De tusen sjöers land". Island, frœndefolk der vester. Venner, öst for Kjölens rand. Sangen finder ápne veie, landegrenser kjennes ei. Vennskap, brorskap fár i eie nordens folk, pá toners vei. Ræður voru fluttar, eða að minnsta kosti gerðar heiðar- legar tilraunir til þess að halda ræður. En engin leið var að grynna í þeim, enda urðu ræðumenn að botna nokkuð skyndilega stundum. Því að nú vildu meim spjalla saman, og hláturinn gall við úr öllum áttum. Það var öllu óhætt, því að nú var ekki nema einn samsöngur eftir — „Kæmpe koncerten" kl. 5 siðdegis næsta dag, og hélzt þvi gleðskap- urinn iengi fram eftir. Söngur kvað við inni og úli af svölum hússins, og færðist þcgar á leið út um nálægar götur á hinni hlýju og fögru sumarnótt, en lögreglan hlustaði á mcð dásamlegu umburðarlyndi. Annar hvítasunnudagur rann upp bjartur og heitur, og kom það sér vel, þvi að þá átti síðasti slagurinn að standa úti á guðs grænni jörð. Var mikill mannfjöldi saman kominn, er allur söngherinn bjóst til úrslitaorustunnar.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.