Heimir : söngmálablað - 01.07.1935, Síða 15

Heimir : söngmálablað - 01.07.1935, Síða 15
Söngmót í Osló og Stokkhólmi 1955 15 um (Aulaen) Aðalviðburðurinn í háskólasalnum var söngur 16 manna frá Sandnes (,,Sandnes-kameratene“). Enginn „sló takt“, og var leiðtoginn (Sigv. Indrebus) jafn- framt einsöngvari kórsins. Viðfangsefnin voru við liæfi ftokksins og öll suhgin svo hreint, innilega og blæfallega, að söngurinn tók að ]>ví leyti öllu fram, sem eg heyrði á mótinu. Reyndist svo hér sem oftar, að það er ekki allt undir mannfjöldanum komið, þó að hann sé að vísu nauð- synlegur, ef flytja á mikilfenglcg verkefni. Um kvöldið var veizla mikil á tveimur stöðum, og tóku allir söngmenn þátt í þeim fagnaði. Þar sem eg var — i Frimúrarahöllinni •—■ eru salakynni stór, en þó var troð- fullt uppi og niðri. Sungið var m. a. erindi það, scm hér fer á eflir: ( Vær velkommen v'áre gjester fra „De tusen sjöers land“. Island, frændefolk der vester. Venner, öst for Kjölens rand. Sangen finder ápne veie, landegrenser kjennes ei. Vennskap, brorskap fár i eie nordens folk, pá toners vei. Ræður voru fluttar, eða að minnsta kosti gerðar heiðar- legar tilraunir til þess að halda ræður. En engin leið var að grynna i þeim enda urðu ræðumenn að botna nokkuð skyndilega stundum, Því að nú vildu menn spjalla saman, og hláturinn gall við úr öllum áttum. Það var öllu óhætt, því að nú var ekki nema einn samsöngur eftir —- „Kæmpe koncerten“ kl. 5 síðdegis næsta dag, og hélzt þvi gleðskap- urinn lengi fram eftir. Söngur kvað við inni og úli af svölum hússins, og færðist þegar á leið út um nálægar götur á liinni hlýju og fögru sumarnótt, en lögreglan hlustaði á með dásamlegu umburðarlyndi. Annar hvitasunnudagur rann upp bjartur og heitur, og kom það sér vel, ])vi að þá átli síðasti slagurinn að slanda úti á guðs grænni jörð. Var mikill mannfjöldi saman kominn, er allur söngherinn bjóst til úrslitaorustunnar.

x

Heimir : söngmálablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.