Heimir : söngmálablað - 01.10.1935, Blaðsíða 5

Heimir : söngmálablað - 01.10.1935, Blaðsíða 5
Söngmót í Osló og Stokkhólmi ipj5 29 gat mér ekki annað fundizt, en að það væri mér óvið- komandi á þessum stað. Vafalaust hafa einhverjar sér- stakar ástæður, sennilega „praktiskar", valdið þvi, að söngurinn fór þarna fram, því að eflaust iiefir Bengt Carlsson tónskáld, er stjórnaði söngnum, fundið það, að hann heí'ði átt annarstaðar hetur heima. Eg hefi drepið á þetta hér, af því að eg liefi aldrei fundið bet- ur til þess en í fyrgreint skipti, liversu áríðandi það er, að efni fari eftir umhverfi, framar öllu þannig, að í kirkjum sé andleg tónlist flutt, liún og annað eklci. Þessi söngur var eins konar „præludium“ á und- an háliðinni sjálfri, er liófst daginn eftir, föstudaginn 14. júni. í grein minni um söngmótið i Osló (1. tbl.) skýrði eg allítarlega frá veizluhöldum og ýmsum forms- atriðum, sem slikum mótum hljóta jafnan að vera sam- fara. En af þvi að allt slíkt er með mjög liku sniði, hvar sem er, ætla eg ekki að þreyla lesendur mína á því, að endurtaka þá sögu, heldur snúa mér beint að þeim konsertum, sem eg hlustaði á. Fyrsti hátíðarsöngurinn var i Engilbrekstskirkjunni, eins og kvöldið áður. En nú var sá munurinn, að á efnisskránni voru eingöngu kirkjuleg lög eftir nokkur af hinum merkustu tónskáldum Svía, svo sem Otlo Ols- son og David Wikander dómkirkjuorganista. Áður en söngurinn hófst, fór fram hálíðleg vígsla á nýjum fána handa „Sveriges Körförhund“, sem Viktor Lundquist, er nú var kominn i stað Sven Lizells, veitti viðtöku fyr- ir félagsins hönd. Að því búnu fengu fylkjasambönd- in orðið. Þau voru 5 í eldinum, Allbo och Finnvedens Körforhund, Göteborgs almánna Körförbund o. s. frv., og sungu tvö lög hvert, alveg eins og gert hafði verið í Oslo. Auðvitað var hér ekki um úrvalsflokka („eliti- kóra“) að ræða, en þetta var þó svo fallegur söngur, hljómfagur, hreinn og heflaður, að hann skorti áreiðan- lega ekki mikið á að geta talizt fullgildur, þótt litið væri á hann frá listrænu sjónarmiði. Hér var þó um

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.