Heimir : söngmálablað - 01.10.1935, Blaðsíða 6

Heimir : söngmálablað - 01.10.1935, Blaðsíða 6
30 Sigfús Einarsson fólk að ræða á mjög mismunandi aldri og af öllum stéttum, er hafði haft lítinn líma til sameiginlegra æf- inga áður en á hóiminn kom. En því meiri áslæða var til að dázt að sönghæfileikum þess og alvarlegri við- leitni og þá ekki síður að starfi söngstjóranna, er höfðu undirbúið hina einstöku flokka. Svo jafngóður virtist mér söngur þessara fimm fylkjasambanda, afö erfitt væri að gera upp á milli þeirra. Hið eina lag á söng- skránni, sem reyndist ofviða, var lag eftir Palestrina, enda ekki tiltökumál, er lilið er á ástæður. Eg hefi ein- hverntíma heyrt það sagt, að Svíar „klöppuðu" i kirkju og ættum við þá að mega gera það líka á kirkjusam- söngum vorum, en ég hygg, að þetta sé á misskilningi byggt. Að minnsta kosti hreyfði enginn maður hönd á þeim kirkjukonsertum, er eg nú hefi minnst á, og gat þó oft verið næg ástæða til þess. , Seinna um kvöldið var sungið á Skansinum, en þang- að fór eg ekki. Hafði þar verið mikill manngrúi sam- an kominn. ; Laugardaginn 15. júní voru tveir hátíðarhljómleikar í Konserthuset, báðir „i folkton" eins og á söngskránni stóð. Það var ekki óskemmtileg sjón, er við okkur á- heyrendum blasti, er söngfólkið hafði komið sér fyrir á pallinum, kvenfólkið flest i skrautlegum þjóðbún- ingum og margt karlmanna einnig. Söngskráin var þannig á fyrri samsöngnum: Tyska folkvisor: 1. Hermann Kretzschmar (arr.): Maj. Leo Kieslich (arr.): Ingen lága, ingen flamma. 2. Engelbert Humperdinck, bearb. av Alfred Gutt- man: Rosmarin. Max Reger (arr.) Rosenknopp, ljuv och fin. Svenska folkvisor: 3. Carl Paulsson (arr.): Jag vet en dájlig rosa. Hugo Alfvén (arr.): Rosor och violer.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.