Nýtt land - 01.01.1936, Qupperneq 6
4
N f T T L A N D
Og stríðandi lýður: Sjá, land þitt hér bíður!
Þitt land — það er norðursins garala storð,
þegar sjálfur þú hefir þinn frelsisveg fundið'
og f ■jötrana slitið og valdinu lirundið,
sem æ hefir manndóm þinn bundið við borð.
— Þegar auðvaldsins skurðgoð úr hásæti hrapar,
liinn hreinsaði, magnaði vil ji þinn skapar
sitt land, þar sem réttur þinn ríkir
og rætast í verki hin fögru orð.
En vinnandi lýður, þú verkamaður, bóndi:
Hvað veldur, að töfin þér fellur i skaut?
Er það útlifað, blóðvana braskaravaldið,
sem baráttu þinni í skef jum fær haldið?
Er f jandliðsins vigi hin þyngsta þraut?
Nei, — þetta, sem hindrar að hl jótir þú framann,
er heimskan þín mikla: — að standa ekki saman.
Þvi hvað geta íaeinir fantar,
ef f jöldinn þeim mætir á einhugans braut?
Þú stríðandi lýður! El' samstillt er sókn þín
og sannleikans egg jar þú hvessir i brand,
og látlaust þau öfl þín á veginum vaka,
sem vikja ekki eitt einasta fótmál til baka,
þá tekst þér að græða hinn svartasta sand. —
Ef hræsnina og svikin þú hrekur á flótta
og hugprúður, vondjarfur, laus við ótta,
þú okinu af baki þér byltir,
þá blasir það við þér — hið nýja land.