Nýtt land - 01.01.1936, Page 7
N Ý T T L A N D
5
Guðmundur Gíslason Hagalfn:
Móðir barnanna.
i.
Hún bjó i litlu húsi i hænsnagirð-
ingu í miðjum bænum. Húsið var upj)-
haflega smíðað þarna til að flytjast
inn í dal — og átti að notast fyrir
sumarhústað. En svo varð það of hátt.
Bílstjórinn, sem var beðinn að flytja
það, sagði, að það mundi rekast i
simavirinn, sem lá yfir götuna inn i
dalinn. Og þessu var trúað, eftir að
gerðar höfðu verið hæðarmælingar
með mikilli nákvæmni. Svo stóð þá
húsið þarna í algerðu óleyfi.
Eigandi hússins var Oscarson, kaup-
maður og konsúll, íslenskur í aðra
ættina, en norskur í hina — og með
sænsku nafni. Hann var sænskur kon-
súll, og þegar guð gaf tilefni til, flagg-
aði Oscarson með bláu flaggi með gul-
um krossi og klofnu stéli, eins og á
kríunni, sem er tiginn fugl með rauða
skó og svartan hatt á hvirflinum —
og alltaf á ferðinni, eins og sá, sem
margs hefir að gæta, en ekki er við
neitt sérstakt erfiði bundinn.
Hvað átti svo Oscarsson konsúll að
gera við þetta hús, sem stóð þarna
þvert ofan i nýjan og dýran skipu-
lagsuppdrátt, eins og þvi hefði verið
fleygt inn fvrir girðinguna, rétt aðeins
til geymslu yfir nóttina? Rifa það?
Tja, það var víst ekki annað að gera —
og var það þó jevlig. Oscarson bölvaði
alltaf á sænsku eða norsku, en á þeim
málum gerði hann ekki glöggan grein-
armun, síðan hann varð konsúll —
því norskuna kunni hann nokkurn-
veginn, en vildi heldur tala sænskuna
og átti bæði sænska vísna- og sálma-
bók og lét þær liggja á borðinu í skrif-
stofunni, þar sem hann talaði við skip-
stjóra á sænskum síldarskipum . . .
Nú, hvað sem öðru líður, þá liafði
Oscarson mörgu að sinna — og það
drógst að rífa „liýttuna“ ■— eins og
Oscarson og frú kölluðu kofann.
Svo var það einn morgun, að frú
Oscarson, sem var kona á blómlegasta
skeiði, sagði við mann sinn, rjóð og
nývöknuð:
— Heyrðu, góði minn! Við skulum
láta hana Hóla-Jónu flvtja í hýttuna
hérna úti í girðingunni. Það er svo
þægilegt, að geta alltaf gripið til henn-
ar, því hún þvær nú hjá mér bæði
gólf og þvotta — og hún er svo þæg,
greyið, og góð að snúa henni.
Carl Adolf Oscarson Sviakonsúll
leit á frúna -—- og það var eins og stir-
urnar í augunum á honum minnkuðu,
enda var frú María Oscarson með af-
brigðum geðsleg og frúarleg svona vf-
irleitt, en alveg sérstaklega eins og
hún hvildi nú þarna á vormorgni í
hvitri sól inn um glugga — með gróðr-
arilm i kringum allan likamann.
— Það er að maður fái að hafa
hana þarna, sagði lconsúllinn, og það
var eitthvað i málrómnnm og augna-
ráðinu, sem minnti á ldýleg síðsuin-
arkvöld, þegar allt í moldinni grunar
haust og teygar óminni af bikar rauðr-
ar, sigandi sólar. Hann var 15 árum
eldri en frúin, konsúllinn.
-— Fáum! Við látum bara stúlkuna
flytja inn. Ég ræð þá þvi.