Nýtt land - 01.01.1936, Blaðsíða 8

Nýtt land - 01.01.1936, Blaðsíða 8
6 N t T T L A N D Hum. Hví skyldi Oscarson konsúll hafa farið að taka það á sig fyrir einn skipulagsuppdrátt uppi á þili, að fara að andmæla sinni ágætu frú, sem var þá líka ein af þeim frúm, sem eru, alveg hiklaust sagt, skennntilegastar i meðlæti? . .. En þá er nú að víkja að þess- ari Hóla-Jónu. Hún flutti inn i „hýtt- una“ með tvö börn, sem hún álti. Henni var sköffuð kamína úr skak- skipi, sem nú stóð uppi á kamhi — og þarna fékk Hóla-Jóna svo að húa í friði með sín afkvæmi, því þó að enginn hefði kannski látið sér delta i hug að leyfa þarna lóð undir hús, þá gat heldur enginn verið að taka sig fram um að amast við svona kofa, þegar hann var kominn þarna — enda sagði Oscarson að fyrra l)ragði við hæjarstjórann, að það væri alveg sjálf- sag að rífa kofann strax og þcss yrði krafist. Hóla-.Tóna var meðalkvenmaður á hæð — en hún var mjög svo breið, þó að ekki væri hún feit. Hún var umfangsmikil um brjóst og lierðar, lendabreið og stuttfætt — og hún vag- aði, þegar liún gekk. Höfuðið var miðl- ungi stórt, liárið heldur stutt, en þykkt, gróft og gljáandi — og ljósjarpt á lit- inn. Ennið var l)reitt, en lágt — og það var nokkuð langt á milli grárra augnanna, þar sem svo að segja allt- af rikti stilla — þrátt fyrir umhleyp- inga og útsynninga í náttúrunni og manneskjunum umhverfis. Hún var kjálkamikil og munnvíð og varirnar í þykkara lagi — og tennurnar voru breiðar og hvítar — og hún hrúkaði þær stundum fyrir naglbít. Hún var alls ekki ljót eða ógeðsleg, en liún var lurksleg og minnti einhvernveginn á, að skaparinn hefði skilað henni i hasti til bráðnauðsynlegrar brúkunar á þessari lítilfjörlegu annexíu, ver- andi ekki húinn að fága hana og fin- pússa með sandpappír og glerbroti. En það fylgdi henni einliver einstæð ró og friðandi og öryggiskenndur styrkur, sem verkaði sérlega vel á frúr, sem ekki gera verkin sjálfar, en trúa þó engnm fyllilega fyrir þeim. Hóla-Jóna var fædd og uppalin í Hólum í Hamrafirði. Faðir hennar varð frægur maður um leið og hann dó. Hann skar sig og byrjaði aftan frá, til þess að gela sungið sjálfur yfir sér Alll eins og hlómstrið eina. Hann hafði alla tíð verið einyrki og kunni he/l við að gera öll verkin sjálfur. Þegar Sigurður í Hólum var búinn að þessu, flutti ekkjan til sonar síns, sem var járnsmiður á Langeyri, en Jóna réði sig í vist til bráðókunnugs fólks i þeim hæ, sem hún nú átti heima i. Hún var þá um tvítugt. Hóla-Jóna var ekki í vist nema eitt ár. Svo leigði hún sér herbergi og gekk í allskonar lausavinnu. Hún þvoði þvotta, þvoði gólf, gerði hreint, vaskaði fisk, vann á reitum og var stundum vökukona — og þegar hún hafði ekkert annað að gera, sat hún og prjónaði eða spann. Hún var hand- lagin og gerði allt vel. Þegar hún var húin að vera sjálfr- ar sín í eitt ár, eignaðist hún dreng. Hún var náttúrlega spurð, hver ætti hann, en hún sagðist ekki mega segja það. IJann hefði beðið sig fyrir ])að, maðurinn. Presturinn vildi ekki láta sér nægja þetta, hvað þá blessaðar frúrnar, sem hún vann hjá, og reita- kvenfólkið, sem hún vann með. En það var ekki til neins að spyrja. IJún

x

Nýtt land

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land
https://timarit.is/publication/606

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.