Nýtt land - 01.01.1936, Síða 9

Nýtt land - 01.01.1936, Síða 9
N Ý T T L A N D 7 bara setti fram neðri vörina, teygði svolítið úr hálsinum og sagði ekki stakt orð. Drengurinn var skirður Sig- urður — eftir lionum l'öður liennar sáluga — og svo var hann þá skrif- aður Sigurðsson, þegar hann kom í skólann. En strákarnir kölluðu liann Hóla-Jónu-son, þeir sem voru menn til að taka á móti lionum. Og þeir sögðu víst sitt livað um liana móður lians — og spurðu liann oftar en stöku sinnum, hvar hann pabbi hans væri — livorl hann hel'ði virkilega lieitið Sigurður. . .. Nú, Jóna vann fyrir drengnum. Það kom til engra kasta nema hennar, að sjá honum fyr- ir þvi, sem liann nauðsynlegast þurfti. Það var gömul kona í liúsinu, sem liún hjó í, og hún passaði barnið fyrstu árin, þegar móðirin var í vinnu. Og liún l>orgaði gömlu konunni alltaf nokkrar krónur öðru livoru og færði henni góða íingurliæð af rjóli á hverj- um laugardegi. Gamla konan hað líka guð að blessa liana. Hún sagði: — Guð blessi þig öllum stundum, Jóna mín. Ég veit ekki, livar það væri komið, nefið á mér, ef þú værir ekki á grænni grund. Hann lmgsar ekki um það, tengdaslápurinn minn, þó maður þyki fyrir sínum dyrum og duglegur úti á sjó. Tengdaslápur Mundu gömlu var kvæntur einu dótturinni, sem liún átti. Hann var skipstjóri þarna i hæn- um og þótti rækja af list og prýði sína framfærsluskyldu við tengda- móðurina, þó að þakkirnar væru nú ekki öðruvísi en svona. Þetta er til- veran . .. En Hóla-Jónu sýndi hún fullt þakklæti, liún Munda gamla, og hún kvaddi alltaf með þessum orð- um, þegar hún fór út frá henni og yfir í kompuna sína: — Vertu nú blessuð og sæl — og guð komi í minn stað. Hún gat ekki betur beðið, sú gamla. Svo kom þá annað hai'n lijá Hóla- Jónu. Það var telpa. Jóna var spurð um faðernið. Jú, lienni var engin launung á þvi. Maðurinn hafði ekki einu sinni nefnt það, að hún mætti ekki hafa orð á framkomu hans við hana enda hafði hún ekki skilið nema eitl orð af því, sem hann sagði. Hann hafði verið á stóru skipi, sem legið hafði á höfninni í liálfan mánuð. Hún mundi eklcert lxvað skipið hét, því það hafði verið útlenskt, en maðurinn hafði lieitið Viggó. Það liafði liún skilið. — Hann henti á hi’óstið á sér, sagði hún við ljósmóðurina, — og svo sagði hann greinilega Viggó ... Og hann henti á mig, og ég sagði Jóna — og þá nikkaði liann og hrosti og sagði Júna. Telpan var skírð Guðrún eftir Guð- rúnu ósvífrsdóttur, sem liafði l'undið upp á að hiðja um nafn, og Viggós- dóttir var telpan skrifuð. Svo þurftu hvorki andleg né veraldleg yfirvöld að hafa nein afskipti af lienni, því Hóla- Jóna kláraði sig hreinlega af því, að vinna fyrir háðum hörnunum. Hún hara svaf minna en áður. Krakkarnir voru stálhraustir, og það var alltaf rífandi forþénusta fyrir manneskju eins og hana. Þegar það gerðist, sem ég mun segja frá liér á eftir, vox-u hæði hörn- in orðin það gömul, að þau voru far- in að ganga í skóla. Siggi var lágur og luralegur, en þrælsterkur og harð-

x

Nýtt land

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt land
https://timarit.is/publication/606

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.