Nýtt land - 01.01.1936, Page 26

Nýtt land - 01.01.1936, Page 26
24 N t T T L A N D skapar í þessu augnamiði, og var hún borin undir atkvæði og samþykkt með öllum atkvæðum". Eftir þetta var kosin 5 manna nefnd til þess að semja frumvarp til laga fyrir fvrirhugað félag. Formaður þeirr- ar nefndar var Árni Jónsson, kosinn með 35 atkvæðum. Næst er þess getið, að þessi nefnd kvaddi til fundar í Báruhúð 3. jan. 1906. Ekki er þess getið, live margir sóttu þann fund. Laganefndin kvaðst ekki hafa lok- ið störfum, en hún lagði fram stofn- skrá fvrir væntanlegt félag, sem henni hafði komið saman um að nefna: Verkamannafélaffið Dagsbrún. Var ákveðið að stofnskráin skyldi liggja frammi til undirskriftar til næsla fundar, og skyldu allir, sem und- ir liana rituðu, hoðaðir á næsta fund. Þessi stofnskrá er enn til, eins og frá henni var gengið þarna, með eig- Pétur G. Guðmundsson. inhandarnöfnum allra, sem undir hana rituðu. Hún er þannig: „Vér, sem ritum nöfn okkar hér undir, ákveðum liér með að stofna félag með oss, er vér nefnum „Verkamannafélagið Dagsbrún“. Mark og mið þessa félagá vors á að vera: 1. Að styrkja og efla hag og atvinnu félagsmanna. 2. Að koma á betra skipulagi að þvi er alla daglaunavinnu snertir. 3. Að takmarka vinnu á öllum sunnu- og helgidögum. 4. Að auka menningu og bróðurleg- an samhug innan félagsins. 5. Að styrkja þá félagsmenn eftir megni, er verða yrir slysnm eða öðrum óhöppum". Þessi stofnskrá varð stefnuskrá fé- lagsins óbreytt, sem 2. gr. i félagslög- um Dagsbrúnar, allt til ársloka 1919, eða i 14 ár. Hinn 26. janúar voru kallaðir til fundar allir þeir, sem un'dir stofn- skrána höfðu ritað. En þeir voru þá orðnir 384. Á fundi, sem haldinn var rúmum hálfum mánuði siðar, gengu í félagið 136 menn. Voru þá félags- menn orðnir 520. Þetta var gífurleg aðsókn, það svarar til, eftir mann- fjölda i bænum, að nú væri hér stofn- að félag með rúml. 2000 manns. Á fundinum 26. jan. 1906 voru sam- þykkt lög félagsins og kosin stjórn. Þar með var endahnúturinn riðinn á stofnun Dagsbrúnar. Fyrsta stjórnin var skipuð þessum mönrium: Sigurður Sigurðsson, búfræðingur, (form.). Ólafur Jónsson, búfræðingur, (ritari).

x

Nýtt land

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt land
https://timarit.is/publication/606

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.