Nýtt land - 01.01.1937, Page 3

Nýtt land - 01.01.1937, Page 3
MÝTT LAND 2. árg., 1. Janúar-Febpúap 19 37. Fyrirgefðu, íslands æska, að vér liefjum þetta mál, að vér sitjum ekki glaðir yfir heimsins banaskál. Auðlegð vora engu skiptir álfan fyrir sunnan haf. Sjá! Vér eigum ofar byggðum íslands hvíta jökíatraf! Hvað mun oss þá vitund varða vopnagnýr um lönd og höf, þar sem heiftin hnakkakerta hlakkar yfir fallins gröf? Mega ekki mýrkravöldin mala sinni gróttakvörn? Mun liann eldi á þak vorl þeyta, þessi grái heljarörn? — Aður var oss unnað friðar öllum í'jarri norður í sæ, meðan á lieimsins höfuðbólum hentu þeir sínu fólki á glæ. Oss barst þá að árum liðnum alheimsfregn, sem glumdi hæst. — Stöndum nú í þjóðbraut þjóða, þegar haninn galar næst. Þótt vér gleymdum þeirri skyldu, þeirri kvöð á vora hönd, að vér séum allir bræður, álfur og höf þótt skilji lönd, eitl er víst, þá geirar gnesta, gnatar jörð í víga-hyr: Feigðarvofan fölva skríður fyrir vorar bæjardyr. Jón Magnússon.

x

Nýtt land

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt land
https://timarit.is/publication/606

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.