Nýtt land - 01.01.1937, Page 6

Nýtt land - 01.01.1937, Page 6
4 N Ý T T L A N 1) yfir Bretland nieð drepandi loftárás þegar í byrjun. Bessi skoðun kemur og frain í des.-hefti liins merka enska tímarits, Tlie round Table. t útvarpserindi, sem ég flutti í Dan- mörku 7. jan., féllst ég að vísu á meg- inatriðin i skoðun Blædels um úrslita- möguleika í bugsanlegum ófriði, og ég sé enga minnstu ástæðu til að ef- ast um, að þessi skilningur á allri af- stöðu, skapaður af framkomu Þýzka- lands og samningsrofum á síðastliðnu ári, hefur átt drjúgan þátt í, að Bret- land hefur lagt stýrið í borð og breytt um stefnu. En ég kvaðst í þessu erindi leyfa mér að efast um, að England væri í utanríkismálastefnu sinni búið að ganga þyrnibraut tálvonanna og blekkinganna á enda. Mér virðist þvert á móti, að það eigi eftir röska daggöngu á þeirri braut. England átli að minnsta kosti drjúgan spöl í land, Jiegar það afhenti Þýzkalandi drott- invaldið yfir Eyslrasalti, með flota- sáttmálanum 18. júní 1935, og heim- ilaði því flotastærð 35% miðað við allan flola breska veldisins. Þá sagði Baldwin: „Ég er sannfærður um, að þessi ráðstöfun er fyrsla verulega skrefið í áttina til þess að afvopna, sem stigið hefur verið síðan um stríð.“ Nú vígbýst England á sjó upp á líf og dauða til þess að vega upp á móti þessu fyrsta verulega skrefi' til aí- vopnunar! Allar lilslakanir Englands liafa aldrei haft önnur áhrif en að egna Þýzkaland til nýrrar ágengni og samningsrofa. Þangað til nú um sið- ir, að Eden segir: „Tímabili mótmæl- anna er lokið. Það verða að vera tak- mörk fyrir einhliða samningsrofum. Annars komumsl vér á það stig, að valdið og hnefarétturinn verður eini dómarinn i alþjóðamálum, og að eng- inn samningur verður virði þess papp- írs, sem liann er ritaður á.“ Þetta var i ræðu í Bradford 14. desember. Og þó eru Bretar ekki komnir nær leið- arenda á vegi tálvonanna en það, að einmitt uin sömu mundir er verið að semja við Ítalíu uni Miðjarðarbafs- málin og beita við þá sömu aðferð- um, sem áður höfðu reynzt svo liald- litlar, bæði við þá í Abessiníu-styrj- öldinni og við Þjóðverja í samning- um. Ég á bréf frá einum þingmanni jafnaðarmanna i Bretlandi, skrifað um þær mundir. Hann segir: „Breta- veldi er 7% sinnum of stórt lil þess að gela lil langframa staðizt og bald- ið virðingu sinni með tilslökunum einum og • undanslætti. Vér erum á góðri leið með að verða eins og risi á leirlöppum." Síðan virðist raunar eins og Anthony Eden haí'i reynt að renna ögn traustara málmi í lapji- irnar. ()g þó bera ræður Ijans vitni um það, að liann á ennþá langt eftir á vegi tálvonanna. Bret- land lýsli yfir þvi livað eftir ann- að, að lög Þjóðabandalagsins skyldn haldin. Þá átti ekki að þola [)að, að erlent herveldi molaði niður eilt af ríkjum Þjóðabandalagsins. En á með- an svo var talað, var slálrun eins ])essa ríkis fullgjör fyrir augum stórveld- anna, án þess að neinn lireyfðí hönd eða fót. Englánd ætlar ekki að þola útlenda stjórn á Spáni. Það er vel mælt og drengilega. En ]iað eru eng- in mót á þvi, að meira verði fórnað til aðstoðar hinni löglegu Spánar- stjórn, ef á haha skyldi halla, en Abessiníukeisara var hjálpað á sinni tíð.

x

Nýtt land

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt land
https://timarit.is/publication/606

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.