Nýtt land - 01.01.1937, Side 19

Nýtt land - 01.01.1937, Side 19
N Ý T T L A N D 17 vegina eru bornar uppi af þeim stór- hug og örugga sjálfstrausti, sem staf- ar frá þessari tilfinning. Hún er sýnd í viðtækum kröfum í menningarmálum. Hún er skilyrði fvrir þeirri stillingu, sáttfýsi og einurð, sem var sýnd -— og verður sýnd -—■ í vinnulöggjafarmálinu. Tvennt var það einkum á þinginu, sem rökstuddi þessa tilfinning, ef svo má segja. Annað var skýrsla Verkamála- ráðs Alþýðusambandsins, flutt af for- manni Sjómannafélags Reykjavíkur. Þar var sýnt, að nálega allar deilur, sem sambandsfélögin háðu 1934—36, bafa unnizt og víða fengizl þýðingar- miklar réttarbætur. Hins vegar sést, að verkföll, sem Alþýðusambandsþingið styður ekki, geta ekki unnizt. Þetta sannfærir betur en nokkuð annað um rétt og mátt Alþýðusambandsins til að ráða mestu i væntanlegri vinnulöggjöf, — eða hindra liana, ef samkomulag næst ekki við aðra aðila. — Ilitt var skýrsla, sem forseti Alþýðusambands- ins gaf um starf og slefnu sambands- ins 1934—36. Hafi önnur skýrslan og umræður um hana skerpt stéttarvit- und, l)aráttnlivöt og sigurvissu, hlaut hin síðarnefnda að víkka svigrúm bar- átiuhvatanna. Hún gat sannfært livern mann um það, að styrjöld þjóðarinn- ar fyrir lifi sínu og framtið, það er styrjöld alþýðunnar og Alþýðuflokks ins, öðrum fremur. Því að það er al- þýðan, sem erfir landið. Þessar tvær skýrslur voru tákn flokkshlutverks, sem er tvöfalt, en rennur þó i eilt, ef gæfa er með. Þær kenndu stéttvisi og þegnskap, þegnskap og alísherjarstétt- vísi. Og þær gáfu fyrirheit um, að al- þýðan og l’lokkur hennar skuli þrosk- ast með hverju nýju verkefni, sém hann velur sér. B. S. Fátæktin og ný kynslóð. Svíþjóð er auðugust og farsælust af Norðurlöndum. Þar þvkir ríkja almenn liagsæld, kreppan og atvinnuleysið vfir- unnin að kalla. Þjóðarlekjurnar eru nnnni sveiflum háðar en á íslandi. Ástand atvinnuvega í Svíþjóð 1934— 36 sýnir jafnvægið, sem björtustu von- ir annara Norðurlandaþjóða stefna að. Þess vegna kunna nýjustu hagskýrsluv þaðan að benda til islenzkrar framtíðar- þróunar og væntanlegs ástands. Fjölmennasti atvinnuvegur Svia er landbúnaður í einhverri mvnd. Náttúru- gæði eru nóg og hægara en á íslandi að búa að sinu. Það liafa sænskir bænd- ur reynt frá ómunatíð og komast þess vegna af með litið. Þó er áætlað, að % af árstekjum þeirra, sem í sveitum og sveitaþorpum l)úa, eyðist i fæði, en að eins % til liúsa, fata, skatta og annara þarfa. Þeir, sem skilja lil fulls, livað þetta hlutfall þýðir, efast um mcnning- arskilyrði sveitanna og eggja til rann- sóknar á þeim. Fæðingum hraðfækkar einnig í sænskum sveitum. Ótti við þjóð- arhrun i náinni framtíð, ef ekki sé að gert, liefur knúið alla flokka til þess að lofa að styrkja þá, sem eignast flcst börnin og vilja koma þcim til manns; cn það er að sjálfsögðu fátækari hluti þjóðarinnar. Alþýðuflokkurinn sænski gerir meira en að Jofa; stórfelldar rann- sóknir eru þegar unnar, fundin nokkur ráð til umbóta og baráttan hafin til að framkvæma þau, i trássi við ílialds- menn. Nánar verður sagt frá þvi i Nýju landi siðar. Svo nefnd mannfjölda- nefnd (befolkningskommission) lief- ur starfað i tvö ár. Siðasta. skýrsla

x

Nýtt land

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt land
https://timarit.is/publication/606

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.