Nýtt land - 01.01.1937, Qupperneq 22

Nýtt land - 01.01.1937, Qupperneq 22
20 N Y T T L N 1) legasta, scm hann þekkir, striðsgróðans, — og kveður nt af því einhver mögnuðustu er- indin i þessum bálki. Næst eru svo i bókinni kvæði ýmislegs efnis — og eru þau auðvitað misjöfn að gæðum, en suni þeirra eru þau snjöllustu, sem Jón hefir ort. Heilsteyptast er Gömlu hjónin, þar sem höfundurinn rekur rauna- sögu gamalla erfiðismanneskja — og múndi sumum sýnast við fljótan lestur, að sagan endaði vel og fallega, cn þar lýsir höfund- ur því i harmleik lífsins, sem virðist snerta dýpsta strengi hjá honum. Það er afsláttur- inn, flóttinn frá eigin ábyrgð og sjálfstæðu manng'ldi. Hann segir, áður en hann byrjar lýsinguna á ævikvöldi gömlu hjónanna: En örlagaglíman er ærið hörð. Með orkunni hnígur hver draumur á jörð. Vér kveðjum luið glæsfa, sem gat ekki rætzt, en gripum ]iað smæsta, sem hendi er næst. Þessi liugsun hefir oft verið sögð áður, en hún er þannig framsett þarna og i þvi sambandi, að áhrifaríkt verður. Ymis fleiri k.væði mætti nefna, — en ég ætla að láta nægja, að vekja sérstaka athygli á kvæðinu Vala, sem er aðaldrættirnir úr lífi einsfæðingskvenmanns. Jón fer þarna lengra i því að samræma form og efni en i nokkru öðru kvæði, — lælur formið breyt- ast í sífellu, — færast ýmist fjær eða nær hrynjandi óbundins máls, eftir liví seni við á — og þokast alla leið frá stil og fram- setningarblæ þulunnar og yfir að hátíðlegu og hálfstirðu hljóðfalli sálmsins. Er þetta kvæði ríkt af tilbreytingu, sem víðast fer vel á, og Jýsingarnar eru lifandi og minnis- stæðar. Við sjáum þessa gömlu konu, sem á gamalmennahælinu rennir augunum yfir farna leið, gamalmennabælinu, þar sem: .... inni allt er undrableikt og kalt, andrúmsloftið þröngt og þungt af harmi . . . Er þarna dregin upp mynd af Iifi íslenskr- ar konu, mynd, sem lesandinn inan, vekur lianii til umhugsunar og fær hann til að staldra við og svipast um á sjónarsviðinu. Síðasti þáttur bókarinnar er Ur ævisögu Björris sýslumanns. Það er kvæðabálkur, sem í eru átta kvæði. Kvæðabálkurinn fer af stað eftir svo troðnum götum, að erfitt er fyrir skáldið að fá lesandann til að fylgj- ast með — og þegar svo fram i dregpr, virð- ist manni höfundurinn ekki draga upp nægi- lega margar myndir, tii ]iess að verulegra heildaráhrifa gæti. En einmitt hið sagnlega efni bálksins útheimtir heilflaráhrif, til þcss að hann verði minnisstaSður sem heild. Höf- undurihn yrkir þó oft vel þarna — og t. d. kvæðið Veturnætur sýnir höfundinn í sinni nýju mynd, þár sem hann fer ekki gamlar formgötur, en meitlar rim og hrynjandi r samræmi við tilætluð áhrif. Að lokum slær hann svo strengi. ferskeyllunnar í seihasta kvæðinu — og sýnir þar, að hann kann á þeim þáu tök, sem þarf til að seiða fram þýða og mjúka hreima. Ég lít svo á, að Jón hafi vaxið við þessa bók — bæði sem skáld og maður. Hann hefir viðari sýn en hann hefir haft — og hann riiótar það, sein hann sér, persónulegar en áður. Við þetta hafa sum af ljóðum hans orðið athyglisverðari og áhrifameiri. Hann er að verða maður sinnar tíðar. Guðmundur Gíslason Hagalin. Kristmann Guðmundsson: Börn jarðar. Mörgum mun hafa verið forvitni á að sjá, hvernig Kristmanni Guðmundssyni tækist það — eftir sina löngu útivist — að skrifa skáldsögu á islenzku. Er þar skemmst af að segja, að Kristmann skrifar yfirleitt mjög gotl mál, og stundum er það sérlega glæsi- legt og blæfagurt hjá honum. En svo er þá sagan sjálf. Nafnið gefur strax hugmynd um, að sag- an lýsi sveitalífi — en nafnið gefur lika meira i skyn. Sá, sem heyrir ]iað eða les, hugsar sér, að sagan fjalli einkanlega um samband sveitafólksins við jörðina — mold- ina. Þessu sambandi hefir oft verið lýst áð- ur — og oftast af þeim skáldum, sem hafa dáðst að þeim áhrifum, sem moldin hefir á mannssálirnar, hafa talið þau lind lieilla og hamingju. Þannig er ekki lítill dásemdar- blær yfir hinni frægu skáldsögu Hamsuns um landnámsmanninn ísak. Algerð andstæða við hana er svo t. d. annað frægt skáldril, saga Zola um franska bændur. Hún sýnir

x

Nýtt land

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt land
https://timarit.is/publication/606

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.