Nýtt land - 01.01.1937, Side 23

Nýtt land - 01.01.1937, Side 23
N Ý T T L A N D 21 aðallega fram á, að moldin veki lijá mönn- uni hinar. dýrslegustu hvatir. Samband manns og moldar kemur ekki sérlega fram í bók Kristmanns. Valborg, sem er aðalpersóna bókarinnar, hún getur ekki gleyint því, að hún hefir niisst ættarleifð sína, en þær tilfinningar, sem aðallega konia fram hjá henni, eru ættardramh, öfund gegn þeim, sem hefir hlo'tið óðal hennar, og gremja yfir því, að henni hefir gengið úr greipum sá auður, sem jörðinni fylgdi, og sú velsæld, sem honum hefði orðið samfara. Vald moidarinnar yfir sálarlifi Valborgar kennir aftur á möti lítt við sögu. Hún er i rauninni ekki frekar barn jarðar en hver annar, sem syrgir horfið gengi og sérrétt- indi, sem hann hefir talið sig borinn til. Annars er Valborg veigamesta persóna sögunnaf. Þórgils bóndi er aftur á móti svo ómerkileg persóna, að sagan liður við það. Það er sem sé lesandanum óskiljanlegt, að Valborg skuli nokkurntínia hafa getað fest ást á honum, og enn þá óskiljanlegra, að sú ást skuli hafa getað haldist. Látum vera, að hún liefði í æskuveikleika og vegna sér- stakra atvika lcomist á hans vald — og síð- an vegna stíflyndis sins og þrjósku talið sér trú um, að henni þætti vænt um hann, þar sem mótspyrna föður hennar egndi hana lil andstöðu. En höfundurinn lætur hana unna Þorgilsi — og það ævilangt. Er ]ió laiigt frá, að hún beri virðingu fyrir honum, en hvenær fer ekki ástin út iim þúfur, þegar virðingin er liorfin? Af persónum sögunnar er annars Jórunn grasakona einna eftirtektarverðust. Og hún er sannkallað harn islenskrar jarðar. Jörðin — moldin — fóstrar henni lífgrös, sem eru henni til andlegrar og likamlegrar endur- næringar. Sigmundur og Þóra v.erða bæði vitskert, og sleppur höfundurinn mjög létti- lega frá þeim báðum — og þau á vissan hátt líka frá þjáningum tilverunnar. Þau verða bæði vitskert á mjög rómantískan hátt, en sagan hefði áreiðanlega orðið þarna á- hrifameiri og trúrri, ef i stað hinnar röm- antisku vilskcrðingar hefði komið grár, kald- ur, skelfilegur og venjulegur veruleiki, sem hefði getað stækkað liæði höfundinn og þess- ar tvær persónur. Þá er ]iað Kolbrún, sem kemur allslaus og öllum óþekkt á heimili Valhorgar, vinnur ást Sigmundar ]iegar í slað, fer ekki lengra en til lians — verður nokkra hríð ólikindaleg gljáinynd i sögunni og fer svo í ána! Þrátt fyrir þetta, sem hér hefir verið nefnt, er bókin viða skemmtileg — og margar lýs- ingar i henni eru glæsilegar. En liún slciiur ekki eftir nein áhrif. Lesandi, sem hetir margt gott lesið og hitt og þetta athugað, verður ekki snortinn af henni. Hún kemur engu róti á tilfinningalíf hans, og hún vek- ur haiin ekki til umhugsunar um nein ytri eða innri fyrirbrigði, og þess vegna veitir hún honum ekki þá nautn, sem er samfara nýjum viðhorfum og viðfangsefnum eða auknum skilningi á þeim gömlu. Nú ætla ég ekki að fara að halda þvi fram, að nauð- synlegt sé að gera þá kröfu til rithöfunda, að þeir séu kallarar á markaði dægurmál- anna. En enginn höfundur getur .skapað verðmætt skáldrit, nema eitthvað vaki fyrir honum og honum talcisl að opna lesandaiv- um að einhverju leyti sýn yfir athyglisverð svið gamalla eða nýrra innri eða ytri viö- fángsefna. Krislmann Guðmundsson hefir áður i bók- um símim sýnt okkur sitthvað athyglisvert. í fyrstu sögunni, „Islandsk kjærlighet“ gerði hann okkur ógleymanlega fegurð og upp- runaleik vaknandi ástalífs umkonmlausra barna, ástalífs, sem yljaði og gladdi í auðn og tómleik, ein's og fábrotið, en fagurt ang- anblóni á vegalausum öræfum. í „Brúðar- kjórnum" sýndi hann okkur persónu, Björn á Laxá, sem vakti til umhugsunar um menn- ingar- og félagslega heildarþróun íslenskrar alþýðu. Og í „Á rmann og Vildís“ gerði hann okkur minnisstæða hamingjuþrá mannanna i baráttu við hið volduga afl dauðans. Svo höfum við ]iá ástæðu lil að búast við þvi af Kristmanni, að liann skrifi ekki sögur, sem séu eingöngu ætlaðar til augna- bliksskemmtunar, heldur móli hann af sinni ótvíræðu leikni og sínum viðurkennda dugn- aði viðfangsefni, sem verði niönnmn hugstæð. Elinborg Lárusdóttir: Sögur. Einar H. Kvaran rithöfundur hefir skrif- að formálann fyrir þessari bók, og inælir liann mjög eindegið með henni. Ekki gét ég orðið honum sammála, nema að vissu marki, en ég get vel skilið, að honuni geðjist sér-

x

Nýtt land

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt land
https://timarit.is/publication/606

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.