Hlín - 01.01.1923, Page 37

Hlín - 01.01.1923, Page 37
Hlin 35 smiðjurekendur margir, sem jeg hefi um það spurt, neita að svo sje, eða að skemdin sje óveruleg; það mun geta oltið nokkuð á gerð tætarans. En það er mikill fjárhags- legur vinningur fyrir kembiverkstæði, sem kembir ein- göngu fyrir heimilisiðnaðinn, að losast við tætarann. Hann er langdrægt eins dýr og forkembivjel, en ruglar ófull- nægjandi og kembir ekkert. En fyrir kembivjel má ekki leggja flókna ull, því það skemmir vjelarnar og kembin svo mikið, að slíkt má ekki eiga sjer stað. Sú fullkomnasta kembing sem orðið getur, er að láta ullina ganga gegnum tætara, tvær forkembivjelar (á Norð- urlandamáli Fíeisskrempel og Finkrempel) og lopavjel (Forspindekrempel). En oft er spöruð önnur forkembi- vjelin (Finkrempel), og á smáum kembiverkstæðum má einnig spara tætara, ef öll ull sem send er til kembingar er greið og góð, en þá þarf að tvíkemba í forkembivjel inni alla mislita ull (rugla), og stendur þá lopavjelin að- gerðarlaus meðan fyrri kembingin fer fram, og tefur það nokkuð fyrir kembingunni, en þar sem kembt er einungis fyrir heimilisiðnaðínn, og aðsókn ekki því meiri, getur þetta vel tekist. Skilyrði fyrir góðri kembingu eru þessi hin helstu: 1. Qotl lag á kembivjelunum, kembin góð og snún- ingshraði hæfilegur (120 snúningar á mínútu). 2. Ullin hrein, greið og vel þur. 3. Ullin hæfilega fituð, má hvorki vera of eða van, inismikið fituð eftir gæðum og gerð ullarinnar. 4. Kembarinn góður. Þarf að vera glöggur, vandvirkur og æfður. Flestir þurfa allmikla æfingu til þess að ná leikni við verkið, og sumir verða aldrei góðir, mestu skiftir að maðurinn sje að upplagi vandvirkur og skiln- ingsgóður. Vorull með óþvotti, stemmu, og óþvegin haustull ineð sauðfituþvala, hættir mjög til þess að hnökra í kémbi- 3*

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.