Hlín - 01.01.1923, Side 45

Hlín - 01.01.1923, Side 45
Hlln 43 ódýrari sjöl með þvi að notast við það sem maður sjálf- ur getur buið til heima. — Jeg hefi útbúið nokkuð mikið af sjölum á þann hátt að kaupa efni og kögra sjálf, eins og jeg líka hefi saumað og kögrað fjölda af sjölum fyrir aðra. — Oítast hefir verið haft kápuklæði í sjölum, én æskilegast væri náttúrlega að fá verksmiðjur vorar til að vefa dúkinn í þau, sem þá gæti bæði haft fulla breidd og verið tvíofin, og efnið þá sem líkast þeim sjölum, sem nú eru mest notuð. Einnig mætti hæglega hafa sjalaefnið heimaofið með vaðmáls — vormeldúks — eða java ví- indum. — Jeg hefi ekki átt því láni að fagna að hafa ís- lenskt efni, en að því þarf að stefna. — Vilji maður hafa sjölin tvílit, eru keyptir 1,70 metrar af hverjum lit (efnin verða að vera sem líkust að gæðum), stykkin eru saum- uð saman í miðju, en utanaf báðum gengur þó renn- ingur, því sjalið verður að vera ferhyrnt. Svona verður að fara með öll sjöl, ef þau eiga að vera jöfn á alla vegu, þótt einlit sjeu. En eigi sjalið að vera mjög ódýrt, þá munar helmingsverði að láta bara nægja breiddina á dúknum, af venjulegu tvíbreiðu efni, en þá verður sjalið lengra en það er breitt. Pá er að lýsa því, hvernig kögrið er gert. í það ér haft ullargarn eða band í sama lit og dúkurinn, eða öðrum viðeigandi. Maður tekur 2 — 3 þætti af bandina og tvinn- ar á rokk eða snældu í einni heild (snúðgott), svo er dregið framúr rokknum í kögrið, og það látið snúa upp á sig af sjálfu sjer um leið. Kögurin eru mæld hvert eftir öðru og hekluð ein lykkja á milli hvers kögurs, en saum- að jjjett jafnóðum við brúnina með nál. Sje efnið þjett, þarf ekki að falda það að utan, aðeins sauma það þjett við brúnina. Þessi sjöl verða nær því helmingi ódýr- ari en þau sem maður kaupir. — Þessi kögrunaraðferð er ágæt við gömul sjöl, sem oft eru orðin kögurlaus löngu áður en þau eru fulislitin.* * Svona rná kögra dúka, gólfábreiður o. fl. — Þelta er gömul, íslenzk

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.