Hlín - 01.01.1930, Blaðsíða 23
Hlin
21
starfi í skólaleyfi sínu, starfi sem samsvarar hæfileik-
um þess og kröftum. Bóklærdómurinn er góð tilbreyt-
ing yfir kaldasta og dimmasta tímann. Verklegu störf-
in þroska engu síður andlega krafta barnsins en bók-
lestur, það þurfa bæði-foreldrar og kennarar að muna.
En gott samstarf verður þá að vera milli skóla og
heimila, því kröfurnar aukast um mentun alþýðu sem
eðlilegt er. Sjerstaklega þarf að vera góð samvinna um
undirbúningsfræðslu barna, á því veltur svo óendan-
lega mikið um allar framfarir barnanna síðar. Ef hún
er vanrækt fer kenslan mikið í æfingastagl, og það er
ekki laust við að kennarinn hafi hálfgert samviskubit
af því, ef hann gerir börnunum eitthvað til gamans í
skólanum, sem þarf þó og á að vera. Því þó samvinna
sje hin besta milli kennara og nemenda, þá vill skóla-
lífið verða þurt og dauft með köflum, en við því má
gera ef höfð er tilbreytni nokkur eða nýbreytni við og
við. Börnin eru lítilþæg í þeim efnum, og það er til-
vinnandi að gera þeim glaðan dag á þennan hátt, þau
margborga kennaranum það, með því að vera glöð og
ánægð, hlýðin og viljug. Foreldrarnir mega ekki hafa
horn í síðu skólans, þó kennari.og börn geri sjer eitt-
hvað til skemtunar í skólanum við og við. — Erlendis
tíðkast það víða, að skólarnir hafa skemtikvöld fyrir
foreldrana, þar sem börnin sjálf skemta á ýmsan hátt,
það hefur þótt gefast vel, færir skóla og heimili saman.
Uppeldisfræðin kennir, að allar námsgreinar eigi að
styðja móðurmálskensluna, það er ekki vanþörf á því,
að heimilunum sje bent á, að þau eigi sjerstaklega að
styðja skólann þar í starfi, það vill víða brenna við, að
menn vanda lítið málið.
Skóli og heimili þurfa að ráðfæra sig um margt,
jafnvel um það hvernig beri að haga sjer um refsing-
ar, það er viðkvæmt mál og vandasamt, en engu að síð-
ur er þörf á að ræða það. Allir sjá, að það niðurbrýtur