Hlín - 01.01.1930, Qupperneq 111
109
Httn
ar eldivið og vinnu og er sjerstaklega hreinlegur og þægilegur
í rneðferð. Síðast en ekki síst: Maturinn er viðurkendur að vera
bæði næringarmeiri og brag'ðbetri en úr vanalegum pottum, eins
og' gefur að skilja, þegar þess er gætt, að maturinn er soðinn við
gufu, og ekkert af næringarefnunum g'etur tapast út í soðið, og
potturinn er loftþjettur, svo að engin efni geta kornist burt með
gufunni. — Pottinn má nota. á hvaða eldi sem er: rafmagni,
kola- eða svarðareldi og gasi og sparast alt að % eldiviðar við
suðuna. Þegar suðan er komin upp, þarf lítinn hita til að halda
við. Matur, sem vanalega er soðinn í 2 tíma, þarf ekki að sjoða
nema 40—50 mín. í potti þessum.
Eins og myndin sýnir, má sjóða fleiri tegundir í pottinum í
einu í pönnum, sem fylgja, einnig fylgir pottinum greinileg skýr-
ing' á notkun hans og dálítil matreiðslubók. — Rúgbrauð má
baka í pottinum í vanalegum bökunardunkum, og verða brauðin
svipuð og hverabrauð, gegnseidd og skorpulaus.
Jeg hef notað pottinn síðan um jól í fyrra (fjekk hann í jóla-
gjöf vestur í San Fransisco) og hef notað hann daglega síðan,
og' má ekki án hans vera.
Helga Bjarnadóttir frá Grýtubakka.
Niðursuða i glösum.
Á seinni árum er alment farið að nota glös til niðursuðu í
stað blikkdósa sem áður tíðkuðust. Húsmæðurnar vilja sjálfar
geta soðið niður hvenær, sem eitthvað nýtt fellur til og jafnóð-
um og glösin losna, það eru mikil þægindi hjá því að þurfa að
sækja smið í hvert sinn til að »lóða« aftur dósirnar. Jeg hef nú
um nokkur-ár soðið niður í glös (Weck glös), og hefur fallið það
svo ágætlega, að jeg verð að skýra ykkur frá reynslu minni í
þessu efni. Jeg hef árlega bætt við fleiri og fleiri matartegund-
um, sem jeg sýð niður, síðast fórum við að reyna að sjóða niður
blóðmör og tókst það vel. Glösin eru hreint og beint orðin bestu
vinir okkar allra á heimilinu.
Glösunum fylgir greinileg uppskrift, en best er að reyna og'
prófa sjálfur, og býst jeg við að húsmæðurnar komist fljótt upp
á gott la.g með að nota glösin. — Það er sjerstaklega þægilegt
að grípa til niðursoðinna matvæla, ef gesti ber að garði, eða ef
annríki hamlar einn daginn öðrum fremur að ha.fa mikið fyrir
matargerðinni, og þá verður því ekki neitað, að skemtilegra er
að nota sína eigin niðursuðu en aðflutta. — Það sem sjerstak-
lega gerir að margir kvekkjast á niðursuðunni er það, að glösin