Sumargjöfin - 22.04.1926, Qupperneq 9

Sumargjöfin - 22.04.1926, Qupperneq 9
SUMARG]ÖFIN 9 Ieyfisbrjef, er þeim afhent dálítil bók gefins. I henni eru ráð og bendingar um meðferð á börnum. Margt fleira gerir þetta fjelag, sem oflangt yrði upp að telja. En árangur- inn er ljós. Af hverjum 1000 börnum, sem þar fæðast, deyja að eins 47 eða færri en í nokkru öðru landi. Þess má geta til saman- burðar, að heima á Englandi deyja 70 af þúsundi, og árið 1901 dóu þar 130 af þús- undi, svo mikil hefir framförin orðið. Á íslandi dóu 1871—’80 189 börn á fyrsta ári af hverjum 1000, árið 1911—’15 72, árið 1916 —’20 dóu 68. Svo mikið hefir barna- dauðinn minkað, að fyrir 50 árum var hann svipaður og þar, sem hann er mestur í heim- inum, en nú litlu meiri en þar, sem hann er minstur. Skýrslur um barnadauða geta haft mjög merkilega sögu að segja. T. d. hefi jeg sjeð samanburð á barnadauða í sveitum og borg- um Bandaríkjanna á s. 1. áratugum. Fyrst var barnadauðinn langtum meiri í borgum en sveitum. Svo fer ástandið smámsaman batn- andi í borgunum en helst með lítiili breytingu í sveitunum, og nú er orðinn langtum rninni barnadauði í borgum en sveitum. ]eg drep á þetta, til þess að minna á, að borgunum er vel viðhjálpandi, og að menningin er þar Ijeleg, að eins meðan þær eru á gelgju skeiði, og lítið er fyrir þær gert. En menningar- skilyrði hafa þær að ýmsu leyti, langtum betri en strjálbygðar sveitir. En menningin vex ekki af sjálfu sjer, eins og grasið í hög- unum, og þess þurfum við að minnast í fullri alvöru á þessu ári, þegar rúmur þriðjungur bjóðarinnar lifir í kaupstöðunum sjö, og sjeu þorp og kauptún talin með, þá er ekki nema þelmingur fólksins eftir í sveitunum. ^estan hluta æfi sinnar hefir þjóðin búið öll í sveitum, en þegar helmingur hennar er farinn að lifa í þorpum og kauptúnum, þarf niargt að breytast. Margir þeir siðir og hætt- ir, sem fullvel hafa gefist í sveitum, geta orð- >ð banabiti íslenskrar menningar, þegar í borgina er komið. Einkum á jeg hjer við alt, sem lýtur að meðferð barna. Gott sveita- líf er þeim eins heilladrjúg fóstra og ilt götulíf er þeim banvæn stjúpmóðir. Meðferð afbrotabarna. Það er víðar en á sviði heilbrigðismála, að menn sjá að öll þörf er á að snúa við blað- inu og breyta gagnstætt því, sem gert hefir verið. Þó mun þetta koma einna greinilegast í ljós í meðferð afbrotabarna. Það er nú orðið alviðurkent, að á því sviði hafi verið farið mjög rangt að. í bestu meiningu hafa þær aðferðir verið notaðar víðast hvar í lönd- um, sem einmitt voru líklegastar til að gera börnin að glæpamönnum. Einhver skaðlegustu mistökin lágu einmitt f því, að sömu aðferðunum var beitt, hvort sem glæpamaðurinn var barn eða fullorðinn. Sir Tomas Buxton segir frá því árið 1815, að börn í Englandi sjeu hengd fyrir að stela eplum. 1833 var 9 ára. drengur dæmdur til dauða fyrir að brjóta rúðu og taka »málningu«, sem mundi hafa kostað um 16 aura. Þó var þessum dómi ekki fullnægt vegna almennrar óánægju. Þá var og drengur dæmdur í æfi- langan þrældóm fyrir að stela vasaklút. Börn voru höfð innan um fullorðna glæpamenn, bæði við rjettarhöld og í fangelsum, og má nærri geta hvílíkur skóli það hefir verið fyr- ir þau. Það er undravert hve lengi það drógst, að hafist yrði handa gegn þessum ó- sóma. Það bíður fram undir aldamót, þá rís upp maður vestur í Coloradó, í Bandaríkjum og berst vel og drengilega og lyftir nýrri stefnu, sem síðan hefir farið um heiminn, sem logi yfir akur. Þessi maður var Benja- mín Lindsey, fæddur 1869. Hann varð dóm- ari í Denver í Coloradó 1894. Þá varð hann hrifinn- af samúð með afbrotabörnum, og fyltist brennandi áhuga fyrir velferð þeirra. Hann fann upp nýtt fyrirkomulag, sem nefn- ist barnadómstólar, hann stofnaði hinn fyrsta barnadómstól (Juvenil Court) árið 1901 og

x

Sumargjöfin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.