Sumargjöfin - 22.04.1926, Blaðsíða 11
SUMARG3ÓFIN
11
sem jeg þekti vel. Hann var frámunalega
skapstór, reiddist illa og gætti sín ekki. Alt í
einu varð sú breyting á, að þessi drengur
lærðl vel að stjórna sjer, og það var að
þakka ráði, sem faðir hans fann upp. Og
ráðið var þetta: A hverju kvöldi gerðu þeir
reiknlngsskil og rifjuðu upp, hve oft dreng-
urinn hafði reiðst um daginn, og smámsam-
an fór því fækkandi, uns drengurinn náði
valdi yfir sjer.
Einkunnarorð, sem þeir notuðu var þetta;
»Sá sem stjórnar geði sínu, er meiri en sá,
sem yfirvinnur borgir«. Sigurgleðin að hafa
reiðst sjaldnar en daginn áður, varð aflgjafi
til betri framkomu næsta dag.
Ungmennalýðveldið í Freeville.
I Freeville í New Vork ríki er mjög ein-
kennileg stofnun. Það er heimili fyrir van-
rækta unglinga. Það er orðið heimsfrægt
fyrir það, hve miklum stakkaskiftum ungling-
ar hafa tekið þar. Þó að þeir hafi áður þótt
hverjum manni hvimleiðir og alstaðar óhaf-
andi, hafa þeir lært þar sjálfsafneitun og
sjálfsvirðingu og í flestum tilfellum orðið góð-
ir borgarar. William Rubin George heitir
maðurinn, sem fann upp fyrirkomulagið á
þessari stofnun. Hann er fæddur 1866 í West
Dryden í New Vork ríki. Hann var þjóðfje-
lagsfræðingur og mannvinur. Hann hefir rit-
að bók er nefnist Juniour Repablic (1910)
og aðra er nefnast Citizens Made and Re-
made (1912).
Hann kyntist afbrotabörnum og hugsaði
upp nýtt fyrirkomulag á stofnun handa þeim.
Arið 1895 kom hann hugmyndinni í fram-
kvæmd í Freeville. Staðurinn lítur út eins og
dálítið sveitaþorp. Stofnunin á 350 ekrur af
fallegu landi. Á því stendur stórt skólahús
svefnskálar, stórt matsöluhús, sjúkrahús, kirkja,
bókasafn, leikfimishús og fangelsi. Auk þessa
er þar brauðgerðarhús, leirbrensiusmiðja,
þvottahús, járnsmiðja, trjesmíðahús, pípugerð-
arhús og prentsmiðja.
Stofnunin er dálítið lýðveldi, með sama
fyrirkomulagi og lýðveldi Bandaríkja. Ungling-
um frá 16—18 ára er veitt inntaka, og verða
þeir borgarar lýðveldisins. Kosningarjett hafa
menn frá 18—21 árs bæði piltar og stúlkur.
Síðan 1896 hafa allir embættismenn í þessu
lýðveldi verið kosnir úr hópi unglinganna
sjálfra. Lýðveldið hefir sínar eigin reglur og
löggjöf, dómstóla og framkvæmdarvald. 011
mál, sem upp koma, eru prófuð fyrir dóm-
stólunum, þar með talin hver misklíð, sem
verður í skólastofu, iðnstofu eða í heima
húsum.
Öll vinna er launuð eftir því hvers virði
hún er. Leti og iðjuleysi er refsað með hungri,
fyrirmæli postulunans þannig bókstaflega
framkvæmd, að sá sem ekki vill vinna, á
ekki heldur mat að fá. Öllum afbrotum er
refsað eftir lagakerfi, sem smámsaman hefir
orðið til í lýðveldinu sjálfu. Þeim er breytt
eftir kröfum tímans eins og öðrum lögum.
Eitt vikublað er gefið út í ríkinu, og n'efnist
Borgarinn. Þar eru mál ríkisins rædd o. fl.
Borgararnir mega velja um störf. En eitt-
hvað verður hver maður að vinna þann helm-
ing dagsins, sem ekki er verið í skólanum.
Einkunnarorð ríkisins eru: Ekkert án erfiðis.
Víða í Bandaríkjunum hafa komið upp
ungmennalýðveldi eftir þessari fyrirmynd. Vfir
hverri stofnun er fjelag, sem er alstaðar með
í ráðum og leggur á fullnaðarúrskurð. 1908
var stofnað samband allra þessara fjelaga og
nefndist: Alþþjóðafjelag ungmenna-lýðvelda.
Formaður þess er William R. George.
Eftirlitsaðferð.
]uvenile Probation, eða nokkurs konar eftir-
litsferð hefir gefist best allra aðferða, til þess
að gera afbrotaunglinga að góðum borgurum.
Þessi eftirlitsaðferð hófst á Englandi árið 1907
en var amerísk að uppruna, og fundin
upp í Massachusetts árið 1878.
Aðalhugmyndin með þessu fyrirkomulagi er
ekki að refsa unglingnum, heldur að bæta