Sumargjöfin - 22.04.1926, Qupperneq 12

Sumargjöfin - 22.04.1926, Qupperneq 12
SUMARG jÖFIN Í2 hann. Gamla hugmvndin: »auga fyrir auga og tönn fyrir tönn,« er þar úr sögunni. Spurn- ingin er þar ekki, hve mikið á að hegna þessum afbrotamanm, heldur hvað er hægt að gera fyrir hann, svo að hann fremji engan glæp framar og aldrei þurfi að refsa* honum. Fyrst kemur hann fyrir barnadómstólinn. Þar er jafnan eitthvað af konum. Það hefir að sönnu mætt mikilli mótspyrnu, vegna þess, að ekki væri ávalt hægt að fá til þess lög- lærðar konur. Reynslan hefir nú sigrað þessa mótspyrnu og sýnt, að það er ekki Iögfræði, sem mest er þörf á, heldur samúð og mann- þekking. Við þennan barnadómsfól er mjög oft sálarfræðingur og læknir. Þar er enginn í einkennisbúningi og enginn strangleiki venju- legra rjettarhalda, heldur er alt gert þar sem allra heimilislegast. Það sem er nú gert fyrst og fremst, er að reyna að uppgötva orsök afbrotanna, því að hún er að eins örsjaldan meðfædd glæpa- hneigð, oftast er hennar að leita í utanað- komandi áhrifum. Þar sem þetta hefir verið mest og best rannsakað, ætla menn að or- sökin sje oftast fátækt, skortur á trúarlegri og siðferðilegri fræðslu, slæmur fjelagsskapur, ill vinnuaðbúð, þröng og ill húsakynni og ýmis konar líkamleg veiklun og sjúkdómar. Þetta eru alt fóstrur og foreldri barnaglæp- anna, sem mætti að miklu leyti uppræta, ef þjóðfjelagið hefði sterkan vilja á því. Sú orsökin, sem ltklega er langalgengust, er slæmt heimilislíf, skortur á ást og alúð og föður- og móður-legri umhyggju. Þegar búið er að finna orsökina að afbrot- inu, er reynt að uppræta hana. Þetta ástand á sjer einkum stað í borgum. Einn maður er settur yfir borg eða borgar- hluta. Honum er launað svo, að hann getur helgað allan tímann þessu starfi. Hann skiftir borginni í smáhverfi og fær einn sjálfboða- liða, til þess að vera yfir hverju hverfi. Þannig hefir einn yfirmaður oft um 30 sjálfboðaliða í þjónustu sinni. Hver sjálfboðaliði hefir alt að 50 börn, til þess að sjá um. Hann reynist þeim vinur og ráðunautur, sem vakir yfir vel- ferð þeirra og reynir að hjálpa þeim, til þess að leggja grundvöll að heilbrigðu og ham- ingjusömu lífi. Mjög oft eru þessi börn mun- aðarlaus, og þá kemur þeim svo vel að eiga þarna traust og athvarf. Það kemur fyrir, að þessi veslings börn eru frá góðum heimilum, sem hefir þó að einhverju leyti misheppnast uppeldið. Þá leitar' eftirlitsmaðurinn að or- sökinni að ólaginu og reynir að ná samvinnu við heimilið og leggja því góð ráð. Þessum eftirlitsmönnum finst það mikill sig- ur, ef þeir geta fundið eitthvað gott og fag- urt, sem barnið fær áhuga á. Þeir hjálpa því til að beina athygli að því. Þannig fyllist líf þess af heilbrigðri starfsgleði, svo að annað kemst þar ekki fyrir. Þetta er alt af besta aðferðin, til þess að bæta mennina. Þeirri reglu er jafnan fylgt, að hafa barnið kyrt á heimili sínu, svo framarlega, sem þess er nokkur kostur. Auðvitað eru þess dæmi, að heimilið sjálft er orsök í afbrotum barns- ins, beinlínis eða óbeinlínis. Þá þarf að taka það að heiman. Er því þá komið fyrir á góðu heimili eða sett á stofnun, þá sem best hentar. En það fer eftir orsök afbrotanna. Sálfræðingurinn prófar vitið, læknirinn lík- amann og aðrir umhverfi barnsins. Menn reyna að ná trausti barnsins og tala við það, og komast þannig að orsökinni. Nýlega hefir verið safnað skýrslum um alt England og áliti manna um það, hvað best henti, hvaða aðferð reynist þessum veslings börnum heilladrýgst. Og svörin eru einkenni- lega samhljóða um alt landið. Allir virðast treysta þessari eftirlitsaðferð best. Skýrslurnar sýna og sömu niðurstöðu. Þar sem þetta fyrir- komulag er vel á veg komið, virðast um 940/o læknast og láta af löstum sínum, að eins um 6 af hundraði koma aftur fyrir dómstólana. Þettu fyrirkomulag er tiltölulega nýtt á Eng- landi og ekki komið á svipað því alstaðar. því verður samanburðurinn auðveldari. Að-

x

Sumargjöfin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.