Sumargjöfin - 22.04.1926, Qupperneq 21

Sumargjöfin - 22.04.1926, Qupperneq 21
SUM ARG JÓFIN 21 fram: í þeim skólum, þar sem lögð er stund á heilbrigðismentun barnanna, taka kunnar hjúkrunarkonur allar námsgreinar og alla leiki á einhvern hátt í þjónustu þessa mark- miðs, að börnin verði heilbrigð. Arangurinn er sá, að líkamsþroski þeirra er stórum meiri en annara barna og námið sækist yfirleitt betur. Og upp af þessari starfsemi hefir vaxið ýmiss ágætis fjelagsskapur meðal barna, t. d. ^Fjelag ungra mæðra« í Ameríku. Það eru smátelpur, sem gæta systkina sinna, sem koma með þau til hjúkrunarkonunnar og læra hvernig fara skuli með börn. Enn mætti nefna fjelag hinna svonefndu »Heilsukross- fara«. Það er gamla krossferða hugmyndin endurlífguð af skóladrenjgum. Þeir láta kross- ast til heilsusamlegs lífernis, með ströngum heilbrigðisreglum. Að lokum hefir þessi heil- brigðis áhugi stórum bætandi áhrif á sið- gæði barnanna, eins og holl viðfangsefni gera ætíð. Jeg las fyrir nokkru sögu um mann, sem kvaðst hafa fundið það út eftir langa mæðu, hvernig pýramýdarnir hefðu verið bygðir. — Þeir hefðu verið bygðir frá toppinum niður á við. En er hann var spurður, hvernig efstu steinunum hefði verið haldið uppi, kvaðst hann hafa leyst málið til hlítar nema það eitt. Eitthvað svipað hefir oss farið um skóla- mentun barna hjer, við höfum bygt frá topp- inum niður á við, lagt áhersluna á það að troða í kollinn á börnunum, í stað þess að sjá jafnframt um heilbrigðismentun þeirra og líkamsþroska. Guðný Jónsdóitir. Jeg veit að allir menn um allan heim eru bræður og jafningjar og hamingja mín er fólgin í samræmi við allífið. Leó Tolstoi. Skólagarðar. Eitt sinn hefi jeg heyrt svo um mælt, að þau barnaskólahús, er þegar eru bygð hjer á landi, líktust sæluhúskofum uppi á öræfum. Jeg hefi hugsað um þessi ummæli og fund- ið, að þau eiga nokkurn rjett á sjer. Hingað til virðast menn eigi hafa haft nægan skiln- ing á því, að gera skólahúsin og umhverfi þeirra þannig úr garði, að þau sjeu aðlað- andi, hlýleg og heimilisleg í augum barnanna. Þetta atriði er nú talið mjög veigamikið meðal nágrannaþjóða okkar, og sýna þær það meðal annars með því, að koma á fót skrúðgörðum á lóð skólahússins. Slíkir garðar eru nefndir skólagarðar. Nú eru þessir skólagarðar starfræktir við fjölda skóla erlendis, og hafa þegar hlotið viðurkenningu, sem þjóðnytja-fyrirtæki. En skólagarðar hafa aðra og veigameiri þýðingu, en að prýða lóð skólans. Börnin eiga garðinn sjálf og hirða hann. Störfin í skólagarðinum eru einn þáttur uppeldisstarf- seminnar. Þar eiga börnin að kynnast lífi og eðli jurtanna og læra nauðsynlegustu hand- tök að því verki, sem þau hafa alla daga gagn af að kunna. Garðyrkjustörfin eru einkar hentug störf til að glæða starfshvöt og fegurðartilfinningu barnanna. Barnið sjer fljótt einhvern sýnilegan ávöxt verka sinna. Störfin krefjast nákvæmni og alúðar, en nákvæmnin og alúðin við verkið kallar aftur fram það besta, sem börnin eiga og gerir þau beinlínis að betri börnum. Eftir að farið er að starfrækja skólagarða hjer á landi, þá mun fyrst verða hægt að vænta þess, að verulegt skrið komi á garð- yrkjumál þessa lands. Börnin flytja heim með sjer þekkingu og áhuga á þessum málum, er gefur fyrst sýnilegan árangur, er börnin fara að starfa sjálf, sem fulltíða menn. Þá munu rísa upp á heimilum þeirra snotrir

x

Sumargjöfin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.