Sumargjöfin - 22.04.1926, Qupperneq 25

Sumargjöfin - 22.04.1926, Qupperneq 25
SUMARGjOFIN 25 Molar. Ritstjóri eins af víðlesnustu tímaritum á enska tungu segir svo: Fyrsta sporið á hamingjuleið þinni er þetta: Vinn þú æfinlega verk þitt enn þá betur en vænst er af þjer, hvað sem það er. Rannsakaðu fangelsin, og þú munt komast að raun um, að langflestir þeirra, sem þar eru luktir inni, lentu þar af því að þeir litu á vinnuna sem böl og lítilsvirtu eigið starf. Ef þú gerir að eins það, sem þú ert neydd- ur til að gera, ertu þræll, en þú getur unnið þjer lausn, með því að vinna meira en þú ert neyddur til. Þetta er gamall sannleikur. Kristur kendi hann fyrir nær því 2000 árum. Ef þú segir sem svo: »En jeg vil vera minn eiginn húsbóndi,« þá mælir þú fávís- lega. Enginn er sinn eiginn húsbóndi. Sá er mestur og voldugastur, sem þjónar öllum. Settu starf þitt ofar öllu öðru, og það mun hefja sjálfan þig og göfga. Þetta er leyndardómur allrar velgengni. Af þessu sprettur alt það, sem heitir hamingja. Einu sinni spurði jeg vinnuveitanda, sem átti yfir að ráða 40,000 starfsmönnum, hvað hefði fyrst komið honuni sjálfum á rekspöl. »]eg var drengur og vann á skrifstofu ásamt 120 öðrum unglingum. Kvöldstund eftir vinnu- tíma fór jeg aftur inn að skrifborðinu mínu, til að Ijúka við verk, sem jeg hafði með höndum. Næstu viku voru laun mín hækkuð óumtalað. Síðar sagði húsbóndi niinn mjer, að hann hefði sjeð til mín um kvöldið. Nú erum við fjelagar. Gerirðu aldrei meira en ætlast er til af þjer, ertu að eins vinnudýr. Gerirðu ávalt dá- lítið meira, er þjer opin leið til frama og far- sældar. Tveggja ára nemendur. Hjer er stult lýsing á því, hvernig kona ein ltennir tvævetrum tvíburum sem hún á. Kensla í, að vera góður við dýrin, byrjar á því að kenna að fara vel með leikföngin. Þó að Seppi sje úr trje og límt á hann hárið, þá er hann í raun og veru hundur í huga barnsins. Því verður að fara vel með hann. »Það á ekki að draga hund á skottinu, það á að klappa honum og láta honum líða vel.« Stundum fleygja þeir hestinum sínum, en þá er þeim kent að segja: »Fyrirgefðu, Skjóni minn,« alveg eins og þeim er kent að segja: »Fyrirgefðu, bróðir,« ef þeim verður á að gera eitthvað hvor á annars hluta. A kvöldin koma þeir gullunum fyrir á gólfinu í röð og reglu, svo að þau sofi rótt. Þeim er aldrei hent í gullakassa. Þeir hentu símatækinu sínu og drógu það, þangað til einn dag, að mamma þeirra sagði, að það yrði að fara vel með símatækið og setja það á rjettan stað, þegar búið væri að leika sjer að því. Eftir þetta höfðu þeir langt- um meira gaman að þessu leikfangi. Þegar mamma þeirra talaði í símann, notuðu þeir sinn síma og lærðu að tala fallega í hann, eins og mamma. Hún hefir aldrei ónæði af þeim meðan hún símar. Annar leikur þeirra er að hjálpa mömmu. Hún finnur upp ótal störf handa þeim. Þeir eru sjaldan iðjulausir. Starfið þroskar þá á marga vegu, það er þeim nautn, og þeir gleðj- ast af að geta gert gagn. Ef annar reiðist og ber hinn, er stungið upp á »að vera góður við bróður,« og það er ekki láíið sitja við orðin tóm. Þeir faðm- ast og syngja: »Góður við bróður, góður við bróður!« Arangurinn er sá, að í hvert sinn, sem annar meiðir sig eða grætur af ein- hverjum orsökum, þá kernur hinn þjótandi, til þess að hugga hann. Þegar pabbi fer að heiman á morgnana, biður hann þá að »passa mömmu.« Aldrei vill það til, að móðirin hóti að klaga fyrir pabba, hún vill ekki binda neitt ilt við heimkomu hans, enda jafnar hún sjálf yfir hverja mis- fellu, jafnóðum og hennar verður vart. G. G.

x

Sumargjöfin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.