Dvöl - 23.12.1934, Blaðsíða 2
3
D
V
Ö I
23. des. 1984
Kýmnisögur
Kennarinn: Pési, getur þú
sagt mér hver var fyrsti maður
jarðarinnar.
Pé8i: — Ingólfur Arnarson.
Kennarinn: — Hvaða vit-
leyaa. Það var auðvitað Adam.
Pé8i: — Já, ef maður telur
þessa útlendinga með.
— Dóttir min hefir gleypt gull-
pening, og nú á að skera hana
upp. Bara að Jóni lækni sé nú
treystandi.
— Sei, sei, jú. Hann er talinn
mesti ráðvendnismaður.
Það var verið að mæla fyrir
nýrri járnbraut, og yfirverkfræð-
ingurinn tilkynnti bónda einum,
að járnbrautin mundi liggja í
gegnum hlöðu hans.
— Mér er sama, sagði bóndi,
en það skal ég láta þig vitá, að
ég ætla mér ekki að standa í því
að opna og loka hlöðudyrunum í
hvert sinn sem járnbrautarlest fer
í gegn.
Það hafði brunnið húeið hans
Jóns Jónssonar. Brunatryggingafé-
lagið neitaði að bæta skaðann
vegna grunsamlegrar upptöku elds-
ins. Jón fór í mál. Svo kom að því,
að hann var krafinn eiðs. Eftir
langa umhugsun mælti Jón:
— Ég skal slá helmingnum af
npphæðinni, ef ég slepp við eiðinn.
Presturinn hitti síðla kvölds einn
af verstu syndaselum safnaðarrins,
reikandi í gangi og þéttkenndan.
Prestur vildi í þessu tilfelli vera
hinn miskunsami Samverji. Hann
tók að drösla fylliraftinum heim
og að því loknu ætlaði hann að
að sleppa honum, en hinn bað
fyrir sér á þessa leið:
— Góði prestur komið þér inn
með mér, svo að konan sjái með
hverjum ég hefi verið.
— Mamma, í dag var ég sá eini
sem gat svarað spurningu kennar-
ans.
— Jæja, hvað spurði hann um?
— Hver hefði brotið rúðuna í
kennaraherberginu.
— Hversvegna sækirðu ekki
bílinn þinn úr því þú veist hver
hefir stolið honum?
— Ég ætla að láta þjófinn gera
við hann.
Faðirinn, við son sinn sem er að
fara út úr dyrunum: Þú ert ekki
heirria eitt einasta kvöld.
Sonurinn (móðgaður): Jæja,
manstu ekki eftir laugardags-
kvöldinu, sem ég var heima í
haust.
Kennarinn: Ilvað er það á
manninum, sem mótsvarar klauf-
unum! á nautinu?
Lærisveinninn: Skóhlífarnar.
Ritstjóri: Daníel Jóutiou.