Dvöl - 23.12.1934, Blaðsíða 6

Dvöl - 23.12.1934, Blaðsíða 6
6 D V Ö L 23. des. 1034 hann eins og soltinn úlfur, og seinna beit hann af mér margar tær, þrjóturinn sá arna. Við hröðuðum okkur gegnum skuggalega hallarsalina, sem tjaldaðir voru hvítum blæjum eirts og líkhús, fram hjá musteris- hvelfingunni, þar sem orgelið drundi eins og kominn væri dóms- dagur, og út í hallargarðinn, þar sem andarnir máðu út hvert spor á stígnum. Og nú tók ekki betra við, því að hér var bersýnilega reimt. Stunur og andvörp heyrð- ust í sífellu, og allt í einu kvað við Jhæðnislegur, skerandi hlátur, og langar, dökkar flygsur, sveip- aðar hvítum hjúpum, flugu fram hjá', okkur. Það var ekki gott að sjá,1 hvað það var, en mér duttu í húg bergrisar. Svo komumst við út í stóran forgarð, sem heitir Grand Pla- teau. Við vorum komnir miðja vegu yfir hann, þegar kvað við falltííyssuskot. Ég leit upp og sa hvítáln reykjarmökk yfir Mont Mau<iit, og svo gaus upp hver mökkurinn á fætur öðrum. Þetta verður ægilegur hildarleikur, hugsuðum við. Þessu fór fram um hríð. Þá kvað við ógurleg þruma rétt uppi yfir okkur, jörðin rifnaði undir fótum okkar, og ég fann, að ég hrapaði niður í eitthvert hyldýpi. Allt varð hljótt og helkuldinn gagntók mig. En ;svo vaknaði sjálfsbjargar- hvötin. Ég reis upp við dogg í lík- kistunni og litaðist um. Annar fylgdarmaðurinn bærði nú einn- ig á sér, og okkur tókst að sprengja lokið, sem búið var að skrúfa á kistu hins fylgdarmanns- ins. Okkur til mikillar furðu kom nú í ljós, að við vorum lifandi eft- ir allt saman. Við vorum lokaðir inni í neðanjarðarklefa og biðum dómsins, en okkur kom saman um, að úti væri um okkur. Ljós- skíma féll inn um ljósaop langt fyrir ofan okkur og rétt fyrir framan var hyldjúp gjá. Það var allra líkast Mamertin-fangelsinu í Róm. Okkur gafst nægur tímí til að hugsa um hagi okkar. Það var gagnslaust að barma sér eða hreyfa andmælum. Við óskuðum bara, að réttarhöldin tækju'sem fyrst enda. Öðru hvoru rak hvítur jötunn hausinn inn um íangelsisglugg- ann og þeytti snjógusu í okkur. Svo hló hann hæðnislega og þrammaði leiðar sinnár. — Þyk- ist þið ,enn vera drottnar jarðai'- innar, litlu, vesælu mannpöddur! öskruðu þeir, svo að allt lék á reiðiskjálfi. Við bitum á jaxlinn og þögðum. Að lokum rann mér í skap, og ég sagði jötninum að fara norður og niður. Ég leit til raunabræðra minna, og við reynd- um allir að brosa, en það urðu að- eins afkáralegar skrumskælur, því að hláturvöðvarnir voru stiyðnaðir í helbláum andlitum okkar. En allt um það varð jötninum

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.