Dvöl - 23.12.1934, Blaðsíða 9

Dvöl - 23.12.1934, Blaðsíða 9
23. des. 1934 D V Ö L 9 Óðinrt og Gunnlöð. Viltu deyja mér, litla lyngblóm — lifa i örsmárri minning, gefa œfi — cefina álla fyrir eina gobborna kynning ■ Víltu deyja mér, litla lyngblóm? — Hve Ijúfan sákleysib gefur, sem dagghreinast blóm við bergið trá bernsku þú vaxið hefur. Yfir fjöll og /irnindi kom ég með fiáttskap og ágivnd í sefa, jeg kom til að rœna, rœna, — mér rann ekki’ i hug: að gefa. Jarðblindir jötnar geymdu hvað jólnum sœmdi að eiga; ég kom, til að kallast drottinn Kvásis dýrmœtu veiga. Ég kom til þin, Gunnlöð góða, með glitrandi snœ i hári, með lifna skykkju og skúa, sköflung og arm i sári. Þú fagnaðir guðagesti, sást geisla úr auga skina þott velkt hefði ferðafeldinn og fennt i hárlokka mina. / vernd þinni var mér borgið. En vargur spyr ei að leiðum. Eg ginnti' af þér drykkinn dýra. með dvöl minni’ og Jognum eiðum. Nú er ei annað en kveðja — þig eina hjá jötnum láta. Eg flýg heim í Ásgarð aftur, þú eftir munt stara — og gráta. Hve Ijúfan við lin þú sefur — i lund þér býr tryggð og sœla. Þig grunar Jiað sizt, að guðir þá góðu svikja og vœla. Margt keypti ég dýrum dómi að dýrstur ég sjálfur yrði; ást þin og sakleysi’ ei sýnist hjá sóknum })eim mikils virði. Þó glúpnar mitt grimma hjarta GunnJöð, við hvíJu þina þar só/hvit og ung þú angar, uggJaus um brottför mina. Eitt bætir: með guðdómsgeisla ég goldið hef sálu þinni, son muntu fœða er sannar svartjötnum guðakynni. Svo ve.rði það allar aldir: að ástfórn, er saklaus meyja fœrir af tállausu trausti og tryggð, hún skaJ aldrei deyja. s — I minning' um mildi þina ég mœli svo um, að liflr geisli af guðdómsljósi gjttfum svikanna yfir. Hulda

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.