Dvöl - 23.12.1934, Blaðsíða 8

Dvöl - 23.12.1934, Blaðsíða 8
8 D V Ö L 23. des. 1934 bezta vin sinn. Hann dýrkaði drottningruna, án þess að reyna að nálgast hana, en hann ósk- aði þess stundum, að sá dagur skyldi koma, að hann fengi að leggja líf sitt í sölurnar fyrir hana. — Óvinirnir herjuðu á landið, og konungurinn tók Michael með sér í stríðið. Hann barðist hraust- lega og vann sér frægðarorð á orustuvellinum. Og þegar ófriðn- um lauk, var hann skipaður yf- irforingi lífvarðarins. Nú fékk hann að sjá drottninguna oftar. Stundum talaði hún til hans nokkrum orðum, eða brosti til hans, er -hann gekk fram hjá, og þetta var nóg til þess að gjöra hann hamingjusaman í fleiri daga. Tíminn leið, og konungurinn varð æ fráhverfari öllum stjórn- arstörfum og fól allt slíkt á hendur ráðgjafa sinna. En þeir voru misindismenn, sem báru enga umhyggju fyrir þjóðarheill, en reyndu bara að hagnast sjálf- ir og safna gulli í sína vasa. — Michael vissi um óráðvendni þeirra, og þegar svo langt var komið, að þeir ætluðu að selja landið í hendur útlendinga, fletti hann ofan af varmennsku þeirra. Þeir urðu að viðurkenna allt. Konungurinn lét hálshöggva suma, en aðrir voru reknir í út- legð. Síðan skipaði konungur Michael sinn æðsta ráðgjafa, því hann vissi, að honum mátti treysta. Og nú fengu þau drottn- ingin og Michael að sjást næst- um daglega. 1 hirðveizlunum fékk hann stundum að sitja við hlið hennar. Það kom fyrir, að hún spurði hann ráða um eitt eða annað, eða talaði við hann um uppeldi einkabarns síns, sem var drengur. Dag nokkurn, þegar prinsinn var f jögurra ára, kviknaði í þeim armi hallarinnar, sem hann svaf í. Hvæsandi logarnir breiddust óðfluga út, og virtust loka öllum leiðum að barnaherberginu. — Michael fékk vitneskju um hvernig ástatt var, hann náði í stiga og brauzt inn um glugga á annari hæð. Hann þaut gegn um kæfandi reyk og snarkandi loga, og kom með drenginn heil- an á húfi úr greipum eldsins. Síðan sneri hann aftur inn í bál- ið, þótt allir reyndu að aftra honum. Hann var einráðinn í að bjarga einnig barnfóstrunni, sem litli prinsinn grét eftir. Honum heppnaðist einnig að bjarga lífi barnfóstrunnar, en sjálfur kom hann út mjög sviðinn og brennd- ur. Síðan lá Michael lengi milli lífs og dauða, en að lokum greri hann þó sára sinna. Konungur launaði honum vel, og drottn- ingin þakkaði honum. Og nú leið ekki sá dagur að hún talaði ekki vingjarnlega til Michaels. Hann stóð svo vel í stöðu sinni, sem æðsti ráðgjafi, að vegur og ham- ingja þjóðarinnar óx stórum, og

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.