Dvöl - 23.12.1934, Blaðsíða 16

Dvöl - 23.12.1934, Blaðsíða 16
D V des. 10:1 i 16 ferði hans og dagfar allt hafi ver- ið samboðið hans stjörnufræði, því hún Úranía hans mun hafa dregið huga hans frá öllu því hé- gómlega, auðvirðilega og fávísa jarðneska og haldið honum í auð- mýkt til hins stóra, hátignarfulla og eilífa“. Ég hygg, að engum muni bland ast hugur um það, að Jón í Þór- ormstungu hafi verið óvenjulegur maður. Enginn getur sagt, hverju hann kynni að hafa áorkað, ef honum hefði auðnast að afla sér þeirrar menntunar, sem hugur hans stóð til. En víst er það, að hann virðist hafa verið borinn til annars betra hlutskiptis en að mála sjóskrýmsli og dengja ljái þar heima í Þórörmstungu. En þó að Jón Bjarnason væri óvenjulegur alþýðumaður, þá er hann ekkert einsdæmi. íslenzk alþýða hefir átt sér aðra menn, sem ekki standa honum að baki, hvorki um snjallar gáfur né ó- slökkvandi þorsta eftir fróðleik. Og til sannindamerkis um það, skal þetta dæmi nefnt. Á síðari hluta 18. aldar bjó sá maður j Skaptafelli í Öræfum, er Jón hét Einarsson, og höfðu for- feður hans 8 búið þar mann fram af manni. Flestir voru þeir þjóð- hagasmiðir á tré og járn, og getur Eggert Ólafsson þess um Einar, föður Jóns. Nokkru fyrir aldamót- in 1800 kom hinn ágæti náttúru- íræðingur Sveinn Pálsson, læknir, að Skaptafelli, og er lýsing sú, sem o r. hér fer á eftir, tekin upp úr ferða- bók hans. Jón Þessi Einarsson var víðles- inn maður í sögu landsins og landshögum og ennfremur í ver- aldarsögu og landafræði, hafði fagra rithönd og kunni biblíuna upp á sína tíu fingur. En þetta segir Sveinn Pálsson, að sé eng- an veginn eins sjaldgæft meðal íslenzkra bænda, eins og erlend- ar þjóðir haldi. En auk þessa las Jón í Skaptafelli dönsku og þýzku og hebresku, grísku og latínu. — Allt þetta hafði hann lært af sjálfum sér, og að mestu þegar á unga aldri. Hafði hann notað hverl tækifæri, sem bauðst, til þess að að fá lánaðar bækur um þessi fræði og spyrja sig fyrir um þau hjá prestum og öðrum lærð- um mönnum, sem hann náði til. Og þetta segir-Sveinn, að sé meira en hann hefði trúað, ef hann hefði ekki kynnst Jóni sjálfur. ,,En hverju orkar ekki hin meðfædda löngun“, segir Sveinn Pálsson, „við erfiðleikana virðist hún jafri- vel tvöfaldast“. Auk þess, sem þegar er talið, var Jón í Skapta- felli vel að sér í grasafræði, eft- ir því sem hægt var að læra hana af bókum, sem eldri voru en grasafræði Linnés. Einnig fékkst hann við lækningar, og kunni þar vel fyrir sér bæði um blóðtökur og sáraumbúnað. Framh. PrentemiOjan Acta.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.