Dvöl - 23.12.1934, Qupperneq 5
23. des. 1034
D V Ö L
5
stutta ullarkjólnum aínum, alsett-
um glitrandi héluperlum, og glöð
og djarfleg á svipinn horfði hún
upp til sólarinnar. Hún hafði
þarna skyldum að gegna, og mér
kom ekki til hugar að vinna henni
mein. Ég horfði á hana um stund
og mér fannst hún fögur, þó að
fötin hennar væru úr heimaunnu
vaðmáli og þó að hún hefði enga
liti til að skreyta sig með.
Ég var kominn að landamærun-
um á ríki hins eilífa vetrar og
gekk hiklaust yfir skotgröfina,
.iökulfellinguna, sem umlykur
höll klakadrottnarans.
Djúp kyrrð ríkti í höll kon-
ungsins, — ég fann, að ég nálg-
aðist hans hátign. Ég reikaði um
auða hallarsali, þar sem enginn
mannlegur fótur hafði stigið á hin
skínandi hvítu teppi, undir krist-
allstærri musterishvelfingunni,
þar sem drunur orgelsins líktust
hamförum fossandi fljóts, eftir
risavöxnum súlnagöngum, sem
sjálfur himininn hvíldi á.
Og ég komst upp í hæsta turn
hallarinnar. Vindustiginn, sem lá
þangað upp, var farinn, en með
hjálp ísaxarinnar og kaðalsins
heppnaðist okkur að komast upp
í hreiður konungarnarins.
Og ég stóð augliti til auglitis
við konung fjallanna. Sólin lagði
gullhlað um enni hans og undur-
samleg geisladýrð steyptist niður
um hvíta konungsskikkjuna.
Ekkert hljóð neðan frá dalnum
raskaði ró hans. Þarna sat gamli
konungurinn þögull og mikilúð-
legur og horfði yfir ríki sitt, sem
var dauðahljótt.
Hringinn í kringum hásætið
stóðu þögulir varðmenn, í stál-
gljáandi klakabrynjum utan yfir
granítbringunum, og hjálmskúf-
ar úr skýjum blöktu yfir hvítum
lokkunum. Ég þekkti gjörla mörg
af þessum veðurbörðu andlitum
og heilsaði þeim í lotningu með
nafni — Schreckhorn, Wetter-
horn, Finsteraarhorn, Furka,
Monte Velan, Monte Rosa,
Gemmi, Diablerets og Monte
Viso. Og valkyrjan með hjálm-
grímuna yfir andlitinu, hrein eins
og Díana, í snjóhvítum klæðum
— Die Jungfrau ! Mér varð einn-
ig starsýnt á risann lengst í burtu,
sem var tigulegur eins og Akill-
eys í hinum blóðstokknu herklæð-
um — Matterhorn.
En skyndilega myrkvaðist á-
sjóna konungsins og ský lagðist
yfír enni hans. Hann tók kórón-
una ofan og hvítir lokkarnir
blöktu í. vindinum. Án þess að
skeyta hið minnsta um okkmr, lét
hann á sig nátthúfuna. Við þótt-
umst sjá, að áheyrninni væri lok-
ið. —
En ef hann gat sofið í öðrum
eins hávaða, hlaut honum að véra
furðulega létt um svefn, hugsuð-
um við, — svo ógurlegur var
gauragangurinn í kringum okkur.
Norðri lét öllum illum látum, svo
að við óttuðumst, að hallarþakið
mundi hrynja. Stundum ýlfraði