Dvöl - 23.12.1934, Qupperneq 4
4
D V
Ö L
28. des. 1984
dóttir dalanna, var ekki eins á-
fjáð í að heimsækja kónginn og
ég. Ég hafði klæðst viðhafnarbún-
ingi, áður en ég gekk á fund
gamla einvaldans, hafði hvass-
ydda Alpaskó á fótunum, var í
snjósokkum og með pílagrímsstaf
í höndum, en hún var alls ekki út-
búin í slíka svaðilför, veslingur-
inn. Stormurinn þreif í kjólinn
hennar, og silkigrænu skórnir,
sem skreyttir voru bláklukkum
og gleym-mér-ei, rifnuðu strax í
tætlur á eggjagrjótinu. En hún
gafst samt ekki upp. Hún vafði
mjúkum mosa um sára fæturna,
bætti kjólinn sinn með burkna og
eini, og þó að fingurnir væru
dofnir af kulda, óf hún samt litl-
um lyngblómum einkar shotur-
lega í kjólinn.
Svo komum við að bröttum
hjalla, og. uppi á brúninni sat Cer-
berus, vörður hallarinnar, og
öskraði ógurlega, og hann hristi
ísbjarnarfeldinn, svo að hárflygs-
urnar þeyttust út í loftið. Ég kall-
aði á Norðra gamla og spurði á
sænsku, hvort h’ann þekkti mig
ekki, hann, sem hafði verið varð-
hundur heima hjá mér, þegar ég
va*' Ufill drengur. Hann kom í
hendingskasti til okkar. Hann
lagði lappirnar upp á bringuna
á mér, svo að ég var nærri skoll-
inn aftur á bak, og hann sleikti
mig í framan með ískaldi’i tung-
unni, svo að ég náði varla andan -
um. En þegar fagnaðarlætin stóðu
sem hæst, beit hann mig í nefið,
og það var mildi, að hann skellti
það ekki alveg af mér. Það er
eins og ég hefi alltaf sagt: menn
ættu að gæta sín fyrir ókunnugum
hundum. Ég hefi miklar mætur á
hundum, en sannast að segja leizt
mér ekki á blikuna, því að hann
elti okkur og urraði í sífellu, svín-
ið að tarna. Ég hrósaði happi yfir
því, að Puck var ekki með okkur,
því að Norðri hefði efalaust bitið
hann til bana.
En sumardísin varð hrædd, og
sagðist ekki þora að fylgja okkur
lengra.
Við kvöddumst því. Hún hljóp
kát og léttfætt niður í dalinn, ég
vafði kápunni þéttar að mér og
hélt áfram. Fáeinar furur hertu
einnig upp hugann, þær kræktu
sinaberum örmunum í hverja
hrufu og héldu áfram upp fjall-
ið. Stígurinn varð stöðugt bratt-
ari og að sama skapi þynntist
dökkgræna fylkingin. Að síðustu
námu þær staðar undir háum
klöppum. Ég spurði, hvort þær
ætluðu ekki að fara lengra, en
þær kinkuðu hærugráum kollin-
um í kveðjuskyni.
Helkuldinn spennti greipum
um fjallið, hjarta náttúrunnar sló
hægar og hægar, og ég hélt áfram
hærra og hærra. Og þarna stóð
hún, útvörður sumarsins, litla,
duglega fjallajurtin, fögur eins
og nafnið — Edelweiss! Hún stóð
þarna alein í snjónum, hafði enga
lifandi sálu til að stytta sér stund-
ir með. En fþgur var hún í gráa,.